Starfsmaður HSBC sem ljóstraði upp um skattaundanskot handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 10:05 Svissnesk yfirvöld telja Frakkann Herve Falciani glæpamanna fyrir að leka gögnum úr HSBC. Aðrir telja hann hetju fyrir að svipta hulunni af skattaundanskotum auðmanna. Vísir/AFP Lögreglan á Spáni hefur handtekið fyrrverandi starfsmann HSBC-bankans sem hlaut dóm í Sviss fyrir að leka gögnum um meiriháttar skattaundanskot stórra viðskiptavina bankans. Handtakan er jafnvel talin geta tengst katalónskum sjálfstæðissinna sem dvelur í Sviss og spænsk yfirvöld vilja fá framselda. Herve Falciani starfaði í tölvudeild HSBC í Sviss. Hann afhenti frönskum yfirvöldum gögnin árið 2008. Frönsk yfirvöld deildu þeim með Spáni og fleiri löndum. Falciani vann meðal annars með yfirvöldum á Spáni. Svissneska útibú HSBC var rannsakað í nokkrum löndum vegna ásakana um að það hefði hjálpað auðugum viðskiptavinum að forðast skattgreiðslur. Tvö ár er síðan Falciani var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir iðnnjósnir, gagnastuld og rof á trúnaði og bankaleynd. Hann var handtekinn í Barcelona árið 2012 en þá neituðu spænsk stjórnvöld að framselja hann, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Mark Henzelin, lögmaður Falciani, óttast að nú horfi málið öðruvísi við spænskum stjórnvöldum. Þau vilja hafa hendur í hári Mörtu Rovira, katalónsks sjálfstæðissinna sem er í Sviss. Henzelin veltir því upp hvort að handtakan gæti tengst einhvers konar samningi á milli spænskra og svissneskra yfirvalda um skipti. „Mér hefur ekki tekist að staðfesta það en ef það væri tilfellið þá fyndist mér það fremur andstyggilegt. Það er ekki svissnesk réttarhefð að gera samninga af þessu tagi. Mér sýnist það frekar venjan hjá Rússlandi og slíkum ríkjum,“ segir Henzelin. Tengdar fréttir Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Svo virðist sem útibú bankans hafi verið vinsælt hjá fræga og ríka fólkinu. 9. febrúar 2015 12:20 Maðurinn sem lak leynigögnum HSBC: „Bankar hafa búið til kerfi sem gerir þá ríka á kostnað samfélagsins“ Kerfisfræðingurinn Herve Falciani ólst upp í Mónakó og segir að það hafi því legið beint við að hann færi að starfa í fjármálageiranum. 10. febrúar 2015 10:47 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Lögregla gerir húsleit í höfuðstöðvum HSBC í Sviss Bankinn og einstaklingar honum tengdir eru til rannsóknar vegna peningaþvættis. 18. febrúar 2015 09:49 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Lögreglan á Spáni hefur handtekið fyrrverandi starfsmann HSBC-bankans sem hlaut dóm í Sviss fyrir að leka gögnum um meiriháttar skattaundanskot stórra viðskiptavina bankans. Handtakan er jafnvel talin geta tengst katalónskum sjálfstæðissinna sem dvelur í Sviss og spænsk yfirvöld vilja fá framselda. Herve Falciani starfaði í tölvudeild HSBC í Sviss. Hann afhenti frönskum yfirvöldum gögnin árið 2008. Frönsk yfirvöld deildu þeim með Spáni og fleiri löndum. Falciani vann meðal annars með yfirvöldum á Spáni. Svissneska útibú HSBC var rannsakað í nokkrum löndum vegna ásakana um að það hefði hjálpað auðugum viðskiptavinum að forðast skattgreiðslur. Tvö ár er síðan Falciani var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir iðnnjósnir, gagnastuld og rof á trúnaði og bankaleynd. Hann var handtekinn í Barcelona árið 2012 en þá neituðu spænsk stjórnvöld að framselja hann, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Mark Henzelin, lögmaður Falciani, óttast að nú horfi málið öðruvísi við spænskum stjórnvöldum. Þau vilja hafa hendur í hári Mörtu Rovira, katalónsks sjálfstæðissinna sem er í Sviss. Henzelin veltir því upp hvort að handtakan gæti tengst einhvers konar samningi á milli spænskra og svissneskra yfirvalda um skipti. „Mér hefur ekki tekist að staðfesta það en ef það væri tilfellið þá fyndist mér það fremur andstyggilegt. Það er ekki svissnesk réttarhefð að gera samninga af þessu tagi. Mér sýnist það frekar venjan hjá Rússlandi og slíkum ríkjum,“ segir Henzelin.
Tengdar fréttir Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Svo virðist sem útibú bankans hafi verið vinsælt hjá fræga og ríka fólkinu. 9. febrúar 2015 12:20 Maðurinn sem lak leynigögnum HSBC: „Bankar hafa búið til kerfi sem gerir þá ríka á kostnað samfélagsins“ Kerfisfræðingurinn Herve Falciani ólst upp í Mónakó og segir að það hafi því legið beint við að hann færi að starfa í fjármálageiranum. 10. febrúar 2015 10:47 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Lögregla gerir húsleit í höfuðstöðvum HSBC í Sviss Bankinn og einstaklingar honum tengdir eru til rannsóknar vegna peningaþvættis. 18. febrúar 2015 09:49 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Svo virðist sem útibú bankans hafi verið vinsælt hjá fræga og ríka fólkinu. 9. febrúar 2015 12:20
Maðurinn sem lak leynigögnum HSBC: „Bankar hafa búið til kerfi sem gerir þá ríka á kostnað samfélagsins“ Kerfisfræðingurinn Herve Falciani ólst upp í Mónakó og segir að það hafi því legið beint við að hann færi að starfa í fjármálageiranum. 10. febrúar 2015 10:47
HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54
Lögregla gerir húsleit í höfuðstöðvum HSBC í Sviss Bankinn og einstaklingar honum tengdir eru til rannsóknar vegna peningaþvættis. 18. febrúar 2015 09:49