Sport

Kolbeinn snýr aftur í hringinn og mætir vonarstjörnu Finna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Kristinsson mætir aftur í búrið.
Kolbeinn Kristinsson mætir aftur í búrið. vísir/valli
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson snýr aftur í hringinn í lok maí eftir rúmlega árs fjarveru 26. maí en þá mætir hann Finnanum Gennadi Mentsikainen í ISKU-íþróttahöllinni í Lahti í Finnlandi.

Mentsikainen, sem er 27 ára gamall, þykir ein helsta vonarstjarna Finna í hnefaleikum en hann hefur unnið fimm af sex bardögum sínum.

Kolbeinn er enn þá ósigraður í níu bardögum. Hann hefur verið töluvert meiddur undanfarna mánuði og þá hefur gengið illa að fá bardaga staðfestan, að því fram kemur í fréttatilkynningu.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að síðustu 12 mánuðir væru búnir að auðveldir. Þetta hefur þó verið lærdómsríkt tímabil og ég er búinn að nýta tímann vel,“ segir Kolbeinn.

„Núna er ég orðinn algörlega meiðslafrír og er í besta formi lífs míns. Ég er sterkari, snarpari og höggþyngri en nokkru sinni fyrr og hlakka mikið til að sýna hvað ég er búinn að bæta mig mikið síðan ég barðist seinast.“

Kolbeinn fer í æfingabúðir í Düsseldorf í Þýskalandi á næstu dögum þar sem hann æfir með Agil Kabayel sem er 18. besti þungavigtarboxari heims. Þar verður Kolbeinn í tvær vikur áður en að hann kemur aftur heim og klárar æfingabúðir sínar fyrir bardagann.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×