Sjúkratryggingar Íslands – Hvítbók Steingrímur Ari Arason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun