Hefur tvisvar misst aleiguna í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. apríl 2018 20:30 Ragnheiður Benediktsdóttir.missti aleiguna í brunanum í Miðhrauni. Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19