Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 16:05 Efnisveitur eins og Netflix sem eru staðsettar í Bandaríkjunum sækja inn á önnur markaðssvæði. Nú ætlar ESB að skikka þær til að framleiða efni fyrir heimamarkað. Vísir/Getty Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um að krefja stórar efnisveitur eins og Netflix og Amazon til þess að fjármagna evrópskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Reglurnar tengjast endurskoðun á útvarpslögum innan sambandsins. Eins og sakir standa geta Evrópusambandsríki aðeins gert kröfur til efnisveitna sem starfa innan lögsögu þeirra. Nýju reglurnar eiga að leyfa þeim að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Þannig gætu efnisveiturnar þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða að greiða framlög í kvikmyndasjóði, að því er segir í frétt Reuters. Gerð verður krafa um að tæpur þriðjungur efnis sem efnisveitur bjóða upp á sé evrópskt. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Amazon Netflix Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um að krefja stórar efnisveitur eins og Netflix og Amazon til þess að fjármagna evrópskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Reglurnar tengjast endurskoðun á útvarpslögum innan sambandsins. Eins og sakir standa geta Evrópusambandsríki aðeins gert kröfur til efnisveitna sem starfa innan lögsögu þeirra. Nýju reglurnar eiga að leyfa þeim að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Þannig gætu efnisveiturnar þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða að greiða framlög í kvikmyndasjóði, að því er segir í frétt Reuters. Gerð verður krafa um að tæpur þriðjungur efnis sem efnisveitur bjóða upp á sé evrópskt. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“.
Amazon Netflix Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira