Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 08:32 Donald Trump og Kim Jong Un eiga fyrir höndum einn mikilvægasta fund frá Kalda stríðinu sjálfu að sögn Reuters. Vísir/Getty Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Norður-Kórea Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP
Norður-Kórea Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira