Lífið

Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tæknilegir örðugleikar urðu til þess að Aron Hannes fær að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar.
Tæknilegir örðugleikar urðu til þess að Aron Hannes fær að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. Vísir/Skjáskot
Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fær að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar í kvöld.

Aron Hannes steig fyrstur atriða á svið í Háskólabíó í kvöld en þegar lagið hófst heyrðist nær ekkert í bakröddum, sem syngja í laginu. Þá heyrðist heldur ekkert í dansara sem átti að syngja línu í laginu og vakti atvikið mikla athygli netverja.

Stuttu eftir flutning lagsins var tilkynnt að vegna tæknilegra örðugleika fengi Aron Hannes að flytja lag sitt aftur í lok keppninnar. Það gerði hann þegar hinir keppendurnir höfðu lokið sér af og gekk atriðið að því er virtist hnökralaust fyrir sig í annarri tilraun.



Þá þótti mörgum atvikið minna á mistök í útsendingu RÚV í sumar þar sem söngvarinn Friðrik Dór kom heldur illa út úr hljóðvinnslunni. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg,“ sagði Friðrik Dór í samtali við RÚV eftir tónleikana umdeildu.

Hér að neðan má sjá nokkur tíst um atvikið og þá er hægt að fylgjast með umræðum undir myllumerkinu #12stig hér.



Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.