Föðurhlutverkið eins og endurforritun Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Logi varð faðir fyrir ekki margt löngu. Vísir/Stefán Blaðamaður hittir Loga í stúdíóinu hans, 101derland, en það má kalla höfuðstöðvar fyrirtækisins Les Frères Stefson sem Logi, Unnsteinn bróðir hans og Egill Ástráðsson umboðsmaður stjórna. Í sameiginlegu rými áður en viðtalið hefst hittir blaðamaður Sigurbjart Sturlu Atlason – Sturlu Atlas, Jóhann Kristófer – Joey Christ, Flóna, Unnstein og fleiri aðila sem virðist allir vera að vinna að einhverju verkefni hver í sínu horni. Þarna inni virðist ríkja gríðarleg skapandi orka og kannski ekki skrítið að nánast öll vinsæl tónlist síðasta árs kom út úr þessu rými.101derland „Við komum hérna inn sumarið 2016, þá voru þetta bara geymslur. Ég, Unnsteinn og Finni [Guðfinnur, eigandi Priksins] ákváðum að smíða frá grunni þetta stúdíó. Það var auðvitað algjör „game changer“ að gera þetta með Finna, hann hjálpaði okkur við að koma þessu af stað og byggja þetta.“ Eftir 4-5 mánuði af byggingarvinnu var glænýja stúdíórýmið tilbúið. Fyrsta lagið sem var tekið upp var Time með Sturlu Atlas. „Síðan þá er þetta bara búið að fara upp á við, fyrirtækið stækkað og tölurnar með.“Hvernig er skipulagið hérna, hverjir eru með sínar vinnuaðstöður hérna? „Ég er hérna flestalla daga, Unnsteinn líka, svo líka Sturla Atlas, Joey Christ, Birnir og Flóni. Og svo eru það umboðsmenn þeirra, fólkið í kringum þá. Við erum bæði með útgáfufyrirtæki og svo annað fyrirtæki sem er bókunarstofa fyrir listamennina, þannig að fólk er hérna allan daginn að vinna og gera músík. Þetta er algjört svona „startup hub“, nema að þetta er startup fyrir nýja listamenn. Svo stundum þegar enginn er hérna fá einhverjir krakkar að nota herbergin okkar ef þau vilja taka eitthvað upp. Ef það eru einhverjir ungir krakkar sem maður kannast við sem eru að leita sér að ekta stúdíórými í eina helgi þá fá þau bara lykla og borga ekki neitt.“Útungunarrými poppsmellaSmellirnir virðast bara koma á færibandi héðan, hvernig fer maður að þessu? „Það sem við höfum verið góðir í að gera er að finna hráan talent – Flóni og Birnir eru góð dæmi. Og vera svona „incubator“ einhvers konar stoð, hjálpa þeim að finna sig og sitt sánd, en samt leyfa þeim að vera þeir sjálfir og ýta þeim ekki í neina átt. Öll nettustu plötufyrirtæki sem hafa verið að gefa út rapptónlist – síðan svona á 10. áratugnum, þegar öll þessi litlu fyrirtæki voru að verða til og þessir rappmógúlar: Puff Daddy, Dre og Suge Knight – þeir stofnuðu allir plötufyrirtæki og komu með ákveðna nálgun á þennan fastmótaða bransa. Ég held að okkur hafi tekist að gera þetta þannig; listræn stjórnun á pjúra monní bissness, því það að reka plötufyrirtæki er pjúra monní bissness. En svo er það hvernig maður nálgast þetta, og ég held að við höfum gert það vel. Fyrsta stóra verkefni Les Frères Stefson, fyrir utan Retro Stefson, var Sturla Atlas. Það var mjög „hype based“ markaðssetning – við vorum búnir að sannfæra fólk um að tónlistin væri geðveik áður en hún varð til: „Já, Sturla Atlas, þetta er alveg tryllt og þið eigið að dýrka þetta.“ – En ég held líka að fólk hafi bara skynjað að það væri eitthvað gott að gerast þarna. Við höfum alltaf haft trú á þessu verkefni – en vorum líka lengi að átta okkur á því hvernig músík við vildum gera og hvernig við vildum koma henni frá okkur.“Nú hefur þú tekið þér stöðu sem svona, eins og þú segir, listrænn stjórnandi, frekar en sá sem beint semur og framleiðir allt – og ert líka samfélagslegur rýnir og rödd á hliðarlínunni, kannski eins og Kanye West eða Pharrell. Fólk ætlast til að þú takir afstöðu í ákveðnum málum og annað. Er þetta viljandi hjá þér? „Það er bara takmarkað hvað maður getur samið af músík og gefið út. Mér finnst líka mjög gaman að vera í svona hlutverki sem „commentator“ á hvað eigi að vera gott og líka að vera gagnrýninn þegar mér finnst eitthvað ekki vera gott. Auðvitað hef ég litið upp til margra, eins og einmitt Kanye og Pharrell, sem ég myndi aldrei segja að ég væri beint að apa eftir. Sem dæmi: Pharrell, hans nálgun á hvernig hann getur verið sólólistamaður, pródúser og samfélagsrýnir, er mjög heilbrigð, það er mjög heilbrigt að sjá að einhver geti gert þetta, haldið sinni „vision“ og ekki ofmettað ímynd sína. Sömuleiðis Kanye. Þetta eru svona gaurar sem létu mig átta mig á því að ég gæti pródúserað músík, gert mína eigin músík og rantað á Twitter án þess að „compromisera“ mína ímynd.“ Logi gaf nú í byrjun mánaðar út sitt fyrsta sólólag – Dúfan mín. Hann segist vera búinn að semja helling af sólóefni og meira sé á leiðinni. „Dúfan mín var lag sem ég bjóst kannski ekki við að yrði jafn vinsælt og það er núna. Ég var mjög stressaður að gefa það út, ég upplifði smá duga-eða-drepast móment; „ef ég gef þetta lag út og það verður ekki vinsælt, er ég þá búinn að vera með „over valued stock“? Ég hélt að fólk myndi ekki endilega kveikja strax á þessu, en svo lak lagið og ég byrjaði að fá Snapchat frá krökkum að syngja með laginu og eitthvað, þá fattaði ég að þetta gæti orðið vinsælt.“Logi eignaðist son í fyrra með Reykjavíkurdótturinni Þórdísi Björk ÞorfinnsdótturVísir/EyþórÖll börnin hans Loga Logi segir mér frá öllum rappbörnunum sínum – hvernig Flóni byrjaði ferilinn sinn þarna í stúdíóinu eftir að hafa hjálpað til við framkvæmdirnar sumarið 2016. Líka það hvernig rapparinn Birnir var alltaf að tala við Loga á Prikinu um að hann væri rappari og rappaði fyrir hann á Þjóðhátíð. En Logi er nú orðinn faðir „í alvöru“, hann eignaðist son í fyrra með Reykjavíkurdótturinni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur.Hvernig er pabbalífið? „Það er geggjað að verða faðir. Þetta er breyting sem á sér stað mjög djúpt innra með manni, eins og það sé verið að endurforrita mann.“Þú hefur þurft að þroskast og breytast? „Já, auðvitað, en ég held að það gerist líka yfir meðgönguna, þetta er langur tími þar sem verða ýmsar lúmskar breytingar á lífsviðhorfi sem maður áttar sig ekki endilega á. Eins og ég segi – þetta er eins og endurforritun. Allt byggist á öðrum grunni núna.“Hvernig áhrif hefur þetta á tónlistina og fyrirtækið? „Þegar hann fæddist tók ég mér einn mánuð í fæðingarorlof – það hafði alveg áhrif hérna í stúdíóinu. Plötu Flóna seinkaði um þennan mánuð því við vorum í miðju ferli að klára hana. Maður var ekki með hugann við það sem var að gerast hér – en sem betur fer stendur starfsemin hér ekki og fellur með því að ég sé á svæðinu. Maður reyndi bara að vera sem mest með barninu þennan mánuð. Ég er svo á leiðinni aftur í orlof í apríl og maí. Það verða allir meðvitaðir um að maður gefur ekki kost á sér í þann tíma. Það er kannski ekki óeðlilegt að stökkva frá í klukkutíma og spila á einum tónleikum en strákurinn er auðvitað aðalfókusinn þegar maður er í fríi. Það leit á einum tíma út fyrir að ég þyrfti að seinka þessu orlofi, en ég er búinn að bíða eftir því mjög lengi og sama hvaða vinna er að fara í gang þá vill maður vera með honum á þessum tíma og setur allt til hliðar.“Ísland er góður staður til að ala upp barn Talið berst að íslensku samfélagi og hvernig það henti til þess að ala barn upp. „Ég er mjög ánægður með það að sonur minn fái að alast upp á Íslandi. Ég er mjög meðvitaður um það sjálfur – ég fæddist náttúrulega í Portúgal og við endum í raun hér fyrir algjöra tilviljun. Ég er viss um það að hér hef ég fengið miklu fleiri og stærri tækifæri heldur en ég hefði fengið í Portúgal til þess að koma fram og gera það sem ég vil gera. Líka það að búa við fjárhagslegt og félagslegt öryggi. Ég er mjög þakklátur fyrir að sonur minn muni fá að alast upp hér en á sama tíma hefur maður líka áhyggjur af því að mitt uppeldi er náttúrulega inni á heimili með mismunandi menningarheima, sem mótar allt sem ég geri. Ég hugsa oft um hvort sonur minn verði meðvitaður um sínar afrísku rætur. Það sem ég sé fyrir mér er að það verði mjög sterkur þáttur í hans uppeldi að hann á ömmu sem er frá Afríku sem átti þetta lífshlaup sem er mótað af viðhorfum Evrópubúa til Afríku. Þetta eru hlutir sem ég vil að hann sé meðvitaður um og taki með sér út í lífið, og einnig hversu heppinn hann er að fá þessa arfleið. En eins og ég segi er ég mjög ánægður með að hann alist upp hér á landi – það er mjög mikið umburðarlyndi og skilningur fyrir öðrum menningarheimum á Íslandi, í rauninni. Ég legg mig fram við að halda því þannig og leyfa óttanum ekki að stýra ferðinni.“Nú eruð þið barnsmóðir þín ekki í sambúð – hvernig gengur það? „Það gengur bara vel, en þetta er auðvitað púsluspil. Hún er náttúrulega frábær kona – við höfum verið vinir í áratug og vorum í sambandi í þrjú ár. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir fórnirnar sem hún tekur á sig. Það mæðir ekkert á mér í samanburði við það sem mæðir á henni núna þegar hann er á brjósti. Þegar hann er erfiður á nóttunni er það ekki ég sem þarf að vakna – ég er mjög meðvitaður um að hún þarf að leggja á sig mikla vinnu til að þetta gangi allt upp. Amma hans, mamma Þórdísar, leggur líka mikið á sig til að þetta gangi upp – til þess að hann geti alist upp áhyggjulaus.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Blaðamaður hittir Loga í stúdíóinu hans, 101derland, en það má kalla höfuðstöðvar fyrirtækisins Les Frères Stefson sem Logi, Unnsteinn bróðir hans og Egill Ástráðsson umboðsmaður stjórna. Í sameiginlegu rými áður en viðtalið hefst hittir blaðamaður Sigurbjart Sturlu Atlason – Sturlu Atlas, Jóhann Kristófer – Joey Christ, Flóna, Unnstein og fleiri aðila sem virðist allir vera að vinna að einhverju verkefni hver í sínu horni. Þarna inni virðist ríkja gríðarleg skapandi orka og kannski ekki skrítið að nánast öll vinsæl tónlist síðasta árs kom út úr þessu rými.101derland „Við komum hérna inn sumarið 2016, þá voru þetta bara geymslur. Ég, Unnsteinn og Finni [Guðfinnur, eigandi Priksins] ákváðum að smíða frá grunni þetta stúdíó. Það var auðvitað algjör „game changer“ að gera þetta með Finna, hann hjálpaði okkur við að koma þessu af stað og byggja þetta.“ Eftir 4-5 mánuði af byggingarvinnu var glænýja stúdíórýmið tilbúið. Fyrsta lagið sem var tekið upp var Time með Sturlu Atlas. „Síðan þá er þetta bara búið að fara upp á við, fyrirtækið stækkað og tölurnar með.“Hvernig er skipulagið hérna, hverjir eru með sínar vinnuaðstöður hérna? „Ég er hérna flestalla daga, Unnsteinn líka, svo líka Sturla Atlas, Joey Christ, Birnir og Flóni. Og svo eru það umboðsmenn þeirra, fólkið í kringum þá. Við erum bæði með útgáfufyrirtæki og svo annað fyrirtæki sem er bókunarstofa fyrir listamennina, þannig að fólk er hérna allan daginn að vinna og gera músík. Þetta er algjört svona „startup hub“, nema að þetta er startup fyrir nýja listamenn. Svo stundum þegar enginn er hérna fá einhverjir krakkar að nota herbergin okkar ef þau vilja taka eitthvað upp. Ef það eru einhverjir ungir krakkar sem maður kannast við sem eru að leita sér að ekta stúdíórými í eina helgi þá fá þau bara lykla og borga ekki neitt.“Útungunarrými poppsmellaSmellirnir virðast bara koma á færibandi héðan, hvernig fer maður að þessu? „Það sem við höfum verið góðir í að gera er að finna hráan talent – Flóni og Birnir eru góð dæmi. Og vera svona „incubator“ einhvers konar stoð, hjálpa þeim að finna sig og sitt sánd, en samt leyfa þeim að vera þeir sjálfir og ýta þeim ekki í neina átt. Öll nettustu plötufyrirtæki sem hafa verið að gefa út rapptónlist – síðan svona á 10. áratugnum, þegar öll þessi litlu fyrirtæki voru að verða til og þessir rappmógúlar: Puff Daddy, Dre og Suge Knight – þeir stofnuðu allir plötufyrirtæki og komu með ákveðna nálgun á þennan fastmótaða bransa. Ég held að okkur hafi tekist að gera þetta þannig; listræn stjórnun á pjúra monní bissness, því það að reka plötufyrirtæki er pjúra monní bissness. En svo er það hvernig maður nálgast þetta, og ég held að við höfum gert það vel. Fyrsta stóra verkefni Les Frères Stefson, fyrir utan Retro Stefson, var Sturla Atlas. Það var mjög „hype based“ markaðssetning – við vorum búnir að sannfæra fólk um að tónlistin væri geðveik áður en hún varð til: „Já, Sturla Atlas, þetta er alveg tryllt og þið eigið að dýrka þetta.“ – En ég held líka að fólk hafi bara skynjað að það væri eitthvað gott að gerast þarna. Við höfum alltaf haft trú á þessu verkefni – en vorum líka lengi að átta okkur á því hvernig músík við vildum gera og hvernig við vildum koma henni frá okkur.“Nú hefur þú tekið þér stöðu sem svona, eins og þú segir, listrænn stjórnandi, frekar en sá sem beint semur og framleiðir allt – og ert líka samfélagslegur rýnir og rödd á hliðarlínunni, kannski eins og Kanye West eða Pharrell. Fólk ætlast til að þú takir afstöðu í ákveðnum málum og annað. Er þetta viljandi hjá þér? „Það er bara takmarkað hvað maður getur samið af músík og gefið út. Mér finnst líka mjög gaman að vera í svona hlutverki sem „commentator“ á hvað eigi að vera gott og líka að vera gagnrýninn þegar mér finnst eitthvað ekki vera gott. Auðvitað hef ég litið upp til margra, eins og einmitt Kanye og Pharrell, sem ég myndi aldrei segja að ég væri beint að apa eftir. Sem dæmi: Pharrell, hans nálgun á hvernig hann getur verið sólólistamaður, pródúser og samfélagsrýnir, er mjög heilbrigð, það er mjög heilbrigt að sjá að einhver geti gert þetta, haldið sinni „vision“ og ekki ofmettað ímynd sína. Sömuleiðis Kanye. Þetta eru svona gaurar sem létu mig átta mig á því að ég gæti pródúserað músík, gert mína eigin músík og rantað á Twitter án þess að „compromisera“ mína ímynd.“ Logi gaf nú í byrjun mánaðar út sitt fyrsta sólólag – Dúfan mín. Hann segist vera búinn að semja helling af sólóefni og meira sé á leiðinni. „Dúfan mín var lag sem ég bjóst kannski ekki við að yrði jafn vinsælt og það er núna. Ég var mjög stressaður að gefa það út, ég upplifði smá duga-eða-drepast móment; „ef ég gef þetta lag út og það verður ekki vinsælt, er ég þá búinn að vera með „over valued stock“? Ég hélt að fólk myndi ekki endilega kveikja strax á þessu, en svo lak lagið og ég byrjaði að fá Snapchat frá krökkum að syngja með laginu og eitthvað, þá fattaði ég að þetta gæti orðið vinsælt.“Logi eignaðist son í fyrra með Reykjavíkurdótturinni Þórdísi Björk ÞorfinnsdótturVísir/EyþórÖll börnin hans Loga Logi segir mér frá öllum rappbörnunum sínum – hvernig Flóni byrjaði ferilinn sinn þarna í stúdíóinu eftir að hafa hjálpað til við framkvæmdirnar sumarið 2016. Líka það hvernig rapparinn Birnir var alltaf að tala við Loga á Prikinu um að hann væri rappari og rappaði fyrir hann á Þjóðhátíð. En Logi er nú orðinn faðir „í alvöru“, hann eignaðist son í fyrra með Reykjavíkurdótturinni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur.Hvernig er pabbalífið? „Það er geggjað að verða faðir. Þetta er breyting sem á sér stað mjög djúpt innra með manni, eins og það sé verið að endurforrita mann.“Þú hefur þurft að þroskast og breytast? „Já, auðvitað, en ég held að það gerist líka yfir meðgönguna, þetta er langur tími þar sem verða ýmsar lúmskar breytingar á lífsviðhorfi sem maður áttar sig ekki endilega á. Eins og ég segi – þetta er eins og endurforritun. Allt byggist á öðrum grunni núna.“Hvernig áhrif hefur þetta á tónlistina og fyrirtækið? „Þegar hann fæddist tók ég mér einn mánuð í fæðingarorlof – það hafði alveg áhrif hérna í stúdíóinu. Plötu Flóna seinkaði um þennan mánuð því við vorum í miðju ferli að klára hana. Maður var ekki með hugann við það sem var að gerast hér – en sem betur fer stendur starfsemin hér ekki og fellur með því að ég sé á svæðinu. Maður reyndi bara að vera sem mest með barninu þennan mánuð. Ég er svo á leiðinni aftur í orlof í apríl og maí. Það verða allir meðvitaðir um að maður gefur ekki kost á sér í þann tíma. Það er kannski ekki óeðlilegt að stökkva frá í klukkutíma og spila á einum tónleikum en strákurinn er auðvitað aðalfókusinn þegar maður er í fríi. Það leit á einum tíma út fyrir að ég þyrfti að seinka þessu orlofi, en ég er búinn að bíða eftir því mjög lengi og sama hvaða vinna er að fara í gang þá vill maður vera með honum á þessum tíma og setur allt til hliðar.“Ísland er góður staður til að ala upp barn Talið berst að íslensku samfélagi og hvernig það henti til þess að ala barn upp. „Ég er mjög ánægður með það að sonur minn fái að alast upp á Íslandi. Ég er mjög meðvitaður um það sjálfur – ég fæddist náttúrulega í Portúgal og við endum í raun hér fyrir algjöra tilviljun. Ég er viss um það að hér hef ég fengið miklu fleiri og stærri tækifæri heldur en ég hefði fengið í Portúgal til þess að koma fram og gera það sem ég vil gera. Líka það að búa við fjárhagslegt og félagslegt öryggi. Ég er mjög þakklátur fyrir að sonur minn muni fá að alast upp hér en á sama tíma hefur maður líka áhyggjur af því að mitt uppeldi er náttúrulega inni á heimili með mismunandi menningarheima, sem mótar allt sem ég geri. Ég hugsa oft um hvort sonur minn verði meðvitaður um sínar afrísku rætur. Það sem ég sé fyrir mér er að það verði mjög sterkur þáttur í hans uppeldi að hann á ömmu sem er frá Afríku sem átti þetta lífshlaup sem er mótað af viðhorfum Evrópubúa til Afríku. Þetta eru hlutir sem ég vil að hann sé meðvitaður um og taki með sér út í lífið, og einnig hversu heppinn hann er að fá þessa arfleið. En eins og ég segi er ég mjög ánægður með að hann alist upp hér á landi – það er mjög mikið umburðarlyndi og skilningur fyrir öðrum menningarheimum á Íslandi, í rauninni. Ég legg mig fram við að halda því þannig og leyfa óttanum ekki að stýra ferðinni.“Nú eruð þið barnsmóðir þín ekki í sambúð – hvernig gengur það? „Það gengur bara vel, en þetta er auðvitað púsluspil. Hún er náttúrulega frábær kona – við höfum verið vinir í áratug og vorum í sambandi í þrjú ár. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir fórnirnar sem hún tekur á sig. Það mæðir ekkert á mér í samanburði við það sem mæðir á henni núna þegar hann er á brjósti. Þegar hann er erfiður á nóttunni er það ekki ég sem þarf að vakna – ég er mjög meðvitaður um að hún þarf að leggja á sig mikla vinnu til að þetta gangi allt upp. Amma hans, mamma Þórdísar, leggur líka mikið á sig til að þetta gangi upp – til þess að hann geti alist upp áhyggjulaus.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira