Ilmkerti er alltaf góð hugmynd og lyktin af þessu er æðislegt. Það fæst í Maí Verslun og er frá Urð, lyktin heitir Stormur.
Kristals-martíní glös frá Frederick Bagger. Með fallegustu glösum sem til eru, verðum við að segja. Fást í Norr11.
Skemmtilegir sokkar er sæt og skemmtileg hugmynd. Þessir eru frá Stine Goya og fást í Geysi.
Hálsmenið er frá íslenska merkinu Kríu Jewelry og fæst í Aftur.
Lyktirnar frá Byredo eru að slá í gegn, enda glasið líka fallegt og stílhreint. Þetta er lyktin Bal D'Afrique frá Byredo, fæst í Madison Ilmhús.
Súkkulaði er alltaf góð hugmynd. Þessi fallegu lúxuspáskaegg fást í Snúrunni og eru frá Lentz.
