Söngvari The Hefners sér eftir notkun „blackface“ og biðst afsökunar Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2018 20:26 Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar, segir að The Hefners muni ekki koma aftur fram með „blackface“. Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners, hefur birt nýja færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“. Umræðan beinist að færslu Kristins Óla Haraldssonar, betur þekktur sem Króli, en þar vakti hann athygli á því að hljómsveitin kæmi fram með svo kallað „blackface“ gervi, en slíkt hefur verið afar umdeilt og þykir bera vott um fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Í upphafi sagði hljómsveitin að gervið tengdist ekki kynþáttahatri og þætti miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma. Í nýjustu færslu Birgis segir hann að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð út frá færslu rapparans Króla hafi hann skipt um skoðun á notkun „blackface“. Það sé nú hans persónulega skoðun að það hafi verið ónærgætið og vanhugsað af hans hálfu og hann fagnar umræðunni, sem hafi fært hann að þessari niðurstöðu. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim.“ Hann biður þá sem tóku notkun gervisins nærri sér afsökunar og segir það aldrei of seint að sjá að sér. Hann segir fólk vera betur upplýst nú en í gær um þessi mál og staðfestir að The Hefners munu ekki aftur koma fram með dökkan farða héðan í frá. Birgir hvetur þá fólk til þess að halda umræðunni málefnalegri og segir persónuleg skítköst ekki eiga heima í umræðunni, hvorki á bæjarfélagið, hljómsveitina eða Króla. Hann tekur ítrekar fyrri orð sín að hatur og illska sé fjarri því sem hljómsveitin standi fyrir. Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners, hefur birt nýja færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“. Umræðan beinist að færslu Kristins Óla Haraldssonar, betur þekktur sem Króli, en þar vakti hann athygli á því að hljómsveitin kæmi fram með svo kallað „blackface“ gervi, en slíkt hefur verið afar umdeilt og þykir bera vott um fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Í upphafi sagði hljómsveitin að gervið tengdist ekki kynþáttahatri og þætti miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma. Í nýjustu færslu Birgis segir hann að í kjölfar þeirrar umræðu sem varð út frá færslu rapparans Króla hafi hann skipt um skoðun á notkun „blackface“. Það sé nú hans persónulega skoðun að það hafi verið ónærgætið og vanhugsað af hans hálfu og hann fagnar umræðunni, sem hafi fært hann að þessari niðurstöðu. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim.“ Hann biður þá sem tóku notkun gervisins nærri sér afsökunar og segir það aldrei of seint að sjá að sér. Hann segir fólk vera betur upplýst nú en í gær um þessi mál og staðfestir að The Hefners munu ekki aftur koma fram með dökkan farða héðan í frá. Birgir hvetur þá fólk til þess að halda umræðunni málefnalegri og segir persónuleg skítköst ekki eiga heima í umræðunni, hvorki á bæjarfélagið, hljómsveitina eða Króla. Hann tekur ítrekar fyrri orð sín að hatur og illska sé fjarri því sem hljómsveitin standi fyrir.
Tengdar fréttir Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57 The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Króli gáttaður á „blackface“ gervi hljómsveitar á Húsavík Rapparinn Króli gagnrýnir „blackface“ gervi hljómsveitarinnar The Heffners á Húsavík. 29. júlí 2018 10:57
The Hefners svara Króla fullum hálsi Aðalsöngvari The Hefners svarar rapparanum Króla. 29. júlí 2018 16:48