Segir samráð við Rússa ekki glæp og að Trump sé alsaklaus Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 17:44 Rudy Giuliani vill meina að Trump forseti sé blásaklaus en samráð við erlent ríki sé hvort eð er ekki glæpur. Vísir/AFP Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hélt því fram í dag að það væri ekki lögbrot ef forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Hvað sem því liði væri skjólstæðingur hans blásaklaus. Sérstakur rannsakandi stýrir nú rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum um að hafa áhrif á úrslit þeirra og jafnframt hvort að Trump hafi freistað þess að hindra framgang rannsóknarinnar.Í viðtölum í bandarísku sjónvarpi í dag sagðist Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hafa reynt að finna samráð við erlend stjórnvöld í alríkishegningarlögum en án árangurs. Forsetinn væri algerlega saklaus af öllum glæpum. „Samráð er ekki glæpur,“ fullyrti Giuliani. Trump hefur sjálfur ítrekað hafnað því að framboðið hafi staðið í slíku samráði og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn framboðsins og ráðgjafar forsetans hafa þó verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. „Þegar þú byrjar að greina glæpinn, þá er tölvuinnbrotið glæpurinn. Forsetinn braust ekki inn í tölvur. Hann borgaði þeim ekki fyrir að tölvuinnbrot,“sagði Giuliani við CNN-fréttastöðina. Rússneskir tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml eru taldir hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda hans, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísbendingar hafa komið fram um að starfsmenn framboðs Trump hafi fengið vitneskju um að Rússar byggju yfir tölvupóstunum áður en uppljóstranavefurinn Wikileaks hóf að birta þá.WOW -- @RudyGiuliani begins @foxandfriends interview by downplaying the significance of collusion."I have been sitting here looking in the federal code trying to find collusion as a crime. Collusion is not a crime."pic.twitter.com/fD1MdS6T29— Aaron Rupar (@atrupar) July 30, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hélt því fram í dag að það væri ekki lögbrot ef forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Hvað sem því liði væri skjólstæðingur hans blásaklaus. Sérstakur rannsakandi stýrir nú rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum um að hafa áhrif á úrslit þeirra og jafnframt hvort að Trump hafi freistað þess að hindra framgang rannsóknarinnar.Í viðtölum í bandarísku sjónvarpi í dag sagðist Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hafa reynt að finna samráð við erlend stjórnvöld í alríkishegningarlögum en án árangurs. Forsetinn væri algerlega saklaus af öllum glæpum. „Samráð er ekki glæpur,“ fullyrti Giuliani. Trump hefur sjálfur ítrekað hafnað því að framboðið hafi staðið í slíku samráði og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn framboðsins og ráðgjafar forsetans hafa þó verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. „Þegar þú byrjar að greina glæpinn, þá er tölvuinnbrotið glæpurinn. Forsetinn braust ekki inn í tölvur. Hann borgaði þeim ekki fyrir að tölvuinnbrot,“sagði Giuliani við CNN-fréttastöðina. Rússneskir tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml eru taldir hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda hans, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísbendingar hafa komið fram um að starfsmenn framboðs Trump hafi fengið vitneskju um að Rússar byggju yfir tölvupóstunum áður en uppljóstranavefurinn Wikileaks hóf að birta þá.WOW -- @RudyGiuliani begins @foxandfriends interview by downplaying the significance of collusion."I have been sitting here looking in the federal code trying to find collusion as a crime. Collusion is not a crime."pic.twitter.com/fD1MdS6T29— Aaron Rupar (@atrupar) July 30, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34
Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00