Telur réttarkerfið hafa brugðist þeim sem kærðu stuðningsfulltrúann Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. júlí 2018 19:08 Móðir eins þeirra sem kærðu karlmann á fimmtugsaldri sem starfaði sem stuðningsfulltrúi fyrir kynferðisbrot segir réttarkerfið hafa brugðist syni sínum og þeim börnum sem kærðu hann. Hún segir að þau mæðginin hafi fengið áfall þegar maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var ákærður fyrir langvarandi og ítrekuð kynferðisbrot gegn fjórum börnum og nauðganir. Hann starfaði áður sem stuðningsfulltrúi hjá Barnvernd Reykjavíkur. Börnin voru ekki skjólstæðingar barnverndar og maðurinn hefur alla tíð neitað sök. Einn kærendanna og móðir hans, sem ekki vilja koma fram undir nafni, segja skrítið að maðurinn fái að ganga laus þrátt fyrir að margir einstaklingar hafi kært hann fyrir kynferðisbrot. „Fyrst og fremst finnst mér þetta svekkjandi fyrir hina brotaþolana. Þau kannski eru ekki eins og ég. Ég veit að ég kemst yfir þetta. Hvernig sem þetta mál fer. En að hann fái að komast upp með þetta er bara, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja við því,” segir kærandinn.Sjá einnig: Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Móðir hans segir einnig að þetta hafi verið mikið áfall. „Systir hans hún grét og hann var dofinn, strákurinn minn. Tók svona tvo tíma að róa þau niður. Rosalegt sjokk. Ég er ekki enn búin að ná þessu því mér finnst þetta svo skrítið,” segir móðirin.Skilur ekki hvers vegna þau voru ekki tekin trúanleg Móðir kæranda segir það koma sér á óvart að framburður fjölskyldunnar hafi ekki verið talinn trúverðugur og kærandinn segist enn að reyna að átta sig á af hverju málflutningurinn hafi ekki verið trúverðugur. „Það er búið að vinna markvisst í því að kæra og vekja athygli á hvað maðurinn er búinn að vera að gera. Svo fáum við bara þessa niðurstöðu úr þessu öllu. Við erum búin að ganga í gegnum skýrslutöku hjá lögreglunni, réttarhöldin, rosalega erfitt að sitja inni með gerenda. Þau þurftu bæði að sitja þarna á meðan hann var inni. Þetta var mjög erfitt. Vinnan sem við erum búin að leggja í þetta er farin til einskis. Hvað þarf til að sakfella svona menn ef þetta dugar ekki? Þess vegna finnst mér kerfið hafa brugðist. En við erum ekki að gefast upp, ég ætla ekki að gefast upp,” segir móðirinn og sonur hennar tekur undir. „Ef dómnum verður áfrýjað þá er það fínt. Ég þarf hvort sem er að ganga í gegnum eitthvað svona, af því ég er ekki enn búinn að komast yfir þessar niðurstöður. Ég mun væntanlega einhvern tímann á næstunnni fá tilfinningar sem ég er ekki að reikna með,” segir kærandi.Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður í málinu.VísirFjöldi vitna um brotin Maðurinn var kærður í ágúst á síðasta ári fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar í janúar síðastliðinn og var manninum vikið úr starfi í kjölfarið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðurkenndi seinna mistök og seinagang í málinu. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, segir sýknunina koma sér á óvart. Hann eigi erfitt með að skilja niðurstöðu dómarans og telur umhugsunarvert á hvaða leið kynferðisbrotamál séu innan kerfisins. „Það var fjöldinn allur af vitnum í þessu máli, ekki bara brotaþolar. Eins og kemur fram í dómnum var talað um eins og til dæmis fjölskylda brotaþola, sem ég er lögmaður fyrir, framburður þeirra fyrir dómi, var dregið úr honum eða trúverðugleika hans. Þar sem þau hafa vitað af málinu í nokkuð mörg ár og hafi getað talað sín á milli um málið. Brotaþolinn sem ég er að gæta hagsmuna fyrir var ungur þegar þetta kemur upp, auðvitað ræðir hann þetta við foreldra sína. Fólk metur hvað á að gera í svona málum, það er enginn sem tekur skyndiákvarðanir í svona málum,” segir hann. Hann segir næstu skref að bíða eftir niðurstöðu ákæruvaldsins og meta stöðuna í framhaldinu. „Við búum við ákveðið réttarríki. Það þurfa að gilda ákveðnar reglur. Það má skynja það í dómnum að dómarinn talar um líkindi fyrir sönnun, það séu líkur á því. Það sé bara ekki nægilegt. Það þurfi meira til,” segir hann. Dómsmál Tengdar fréttir Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Sævar Þór segir vitnisburð umbjóðanda síns hafa verið metinn trúverðugur en samt var sýknað í máli stuðningsfulltrúans. 30. júlí 2018 14:45 Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Móðir eins þeirra sem kærðu karlmann á fimmtugsaldri sem starfaði sem stuðningsfulltrúi fyrir kynferðisbrot segir réttarkerfið hafa brugðist syni sínum og þeim börnum sem kærðu hann. Hún segir að þau mæðginin hafi fengið áfall þegar maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var ákærður fyrir langvarandi og ítrekuð kynferðisbrot gegn fjórum börnum og nauðganir. Hann starfaði áður sem stuðningsfulltrúi hjá Barnvernd Reykjavíkur. Börnin voru ekki skjólstæðingar barnverndar og maðurinn hefur alla tíð neitað sök. Einn kærendanna og móðir hans, sem ekki vilja koma fram undir nafni, segja skrítið að maðurinn fái að ganga laus þrátt fyrir að margir einstaklingar hafi kært hann fyrir kynferðisbrot. „Fyrst og fremst finnst mér þetta svekkjandi fyrir hina brotaþolana. Þau kannski eru ekki eins og ég. Ég veit að ég kemst yfir þetta. Hvernig sem þetta mál fer. En að hann fái að komast upp með þetta er bara, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja við því,” segir kærandinn.Sjá einnig: Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Móðir hans segir einnig að þetta hafi verið mikið áfall. „Systir hans hún grét og hann var dofinn, strákurinn minn. Tók svona tvo tíma að róa þau niður. Rosalegt sjokk. Ég er ekki enn búin að ná þessu því mér finnst þetta svo skrítið,” segir móðirin.Skilur ekki hvers vegna þau voru ekki tekin trúanleg Móðir kæranda segir það koma sér á óvart að framburður fjölskyldunnar hafi ekki verið talinn trúverðugur og kærandinn segist enn að reyna að átta sig á af hverju málflutningurinn hafi ekki verið trúverðugur. „Það er búið að vinna markvisst í því að kæra og vekja athygli á hvað maðurinn er búinn að vera að gera. Svo fáum við bara þessa niðurstöðu úr þessu öllu. Við erum búin að ganga í gegnum skýrslutöku hjá lögreglunni, réttarhöldin, rosalega erfitt að sitja inni með gerenda. Þau þurftu bæði að sitja þarna á meðan hann var inni. Þetta var mjög erfitt. Vinnan sem við erum búin að leggja í þetta er farin til einskis. Hvað þarf til að sakfella svona menn ef þetta dugar ekki? Þess vegna finnst mér kerfið hafa brugðist. En við erum ekki að gefast upp, ég ætla ekki að gefast upp,” segir móðirinn og sonur hennar tekur undir. „Ef dómnum verður áfrýjað þá er það fínt. Ég þarf hvort sem er að ganga í gegnum eitthvað svona, af því ég er ekki enn búinn að komast yfir þessar niðurstöður. Ég mun væntanlega einhvern tímann á næstunnni fá tilfinningar sem ég er ekki að reikna með,” segir kærandi.Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður í málinu.VísirFjöldi vitna um brotin Maðurinn var kærður í ágúst á síðasta ári fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar í janúar síðastliðinn og var manninum vikið úr starfi í kjölfarið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðurkenndi seinna mistök og seinagang í málinu. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, segir sýknunina koma sér á óvart. Hann eigi erfitt með að skilja niðurstöðu dómarans og telur umhugsunarvert á hvaða leið kynferðisbrotamál séu innan kerfisins. „Það var fjöldinn allur af vitnum í þessu máli, ekki bara brotaþolar. Eins og kemur fram í dómnum var talað um eins og til dæmis fjölskylda brotaþola, sem ég er lögmaður fyrir, framburður þeirra fyrir dómi, var dregið úr honum eða trúverðugleika hans. Þar sem þau hafa vitað af málinu í nokkuð mörg ár og hafi getað talað sín á milli um málið. Brotaþolinn sem ég er að gæta hagsmuna fyrir var ungur þegar þetta kemur upp, auðvitað ræðir hann þetta við foreldra sína. Fólk metur hvað á að gera í svona málum, það er enginn sem tekur skyndiákvarðanir í svona málum,” segir hann. Hann segir næstu skref að bíða eftir niðurstöðu ákæruvaldsins og meta stöðuna í framhaldinu. „Við búum við ákveðið réttarríki. Það þurfa að gilda ákveðnar reglur. Það má skynja það í dómnum að dómarinn talar um líkindi fyrir sönnun, það séu líkur á því. Það sé bara ekki nægilegt. Það þurfi meira til,” segir hann.
Dómsmál Tengdar fréttir Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Sævar Þór segir vitnisburð umbjóðanda síns hafa verið metinn trúverðugur en samt var sýknað í máli stuðningsfulltrúans. 30. júlí 2018 14:45 Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Sævar Þór segir vitnisburð umbjóðanda síns hafa verið metinn trúverðugur en samt var sýknað í máli stuðningsfulltrúans. 30. júlí 2018 14:45
Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39