Erlent

Lögregluþjónar ekki ákærðir fyrir að skjóta Thurman Blevins

Samúel Karl Ólason skrifar
Thurman Blevins var 31 árs gamall.
Thurman Blevins var 31 árs gamall. Vísir/AP
Saksóknarar í Minnesota munu ekki ákæra lögregluþjóna sem skutu hinn 31 árs gamla Thurman Blevins til bana í síðasta mánuði. Saksóknarinn Mike Freeman tilkynnti þetta í dag og sagði lögregluþjónana hafa verið í rétti. Blevins hefði ógnað þeim og samfélaginu.

Blevins flúði frá lögregluþjónum með hlaðið skotvopn, eftir að þeim hafði borist tilkynning um ölvaðan mann sem væri að skjóta út í loftið.

Þegar hann tók byssuna úr vasa sínum, var hann skotinn til bana.

Sjá einnig: Birta myndband af umdeildu banaskoti

Freeman reyndi að tilkynna þessa ákvörðun á blaðamannafundi í Minneapolis en þurfti frá að hverfa þar sem íbúar görguðu mikið á hann. Í kjölfar þess sendi hann frá sér tilkynningu.

Yfirvöld borgarinnar birtu í gær myndbönd úr vestismyndavélum lögregluþjónanna eftir mótmæli í borginni en yfirvöld vildu ekki birta þau fyrr en búið væri að ræða við helstu vitni málsins. Birt voru myndbönd úr vestum beggja lögregluþjónanna og eitt myndband til viðbótar sem sérfræðingar höfðu farið yfir. Búið er að hægja á því á völdum stöðum og skerpa það.

Þegar lögregluþjónarnir nálguðust hann tók annar þeirra eftir því að hann væri vopnaður. þeir skipuðu honum að stoppa og hótuðu því að skjóta hann. Í fyrstu var hann með byssu sína í belti sínu en þegar hann var skotinn, hélt hann á byssunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×