Íslenski boltinn

Hilmar Árni um markametið: „Meira liðsfélagarnir að fíflast í manni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, er kominn eð fimmtán mörk í Pepsi-deildinni og nálgast markametið í efstu deild óðfluga.

Markametið er nítján mörk en Hilmar er kominn með fimmtán mörk eftir fjórtán leiki. Hann hefur nú þegar jafnað markamet Stjörnunnar en Garðar Jóhannsson skoraði fimmtán mörk 2011.

Hilmar skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Víkingi í gær og var spurður út í þetta í leikslok.

„Það eru meira liðsfélagarnir að fíflast í manni á æfingum en ég hef alltaf sagt það og segi enn að þetta er skemmtilegur bónus,” sagði Hilmar Árni eftir sigurleikinn í gær.

„Það er gaman að hafa þetta þarna en þrjú stigin skipta máli. Ég held að allir séu sammála því sem eru að spila þessa íþrótt. Það er það sem skiptir máli í þessu og er skemmtilegast.”

Alla fréttina úr íþróttafréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×