Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 07:30 Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hefur notið góðs af stríðum straumi ferðamanna til Íslands. Stefán Karlsson Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira