Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2018 23:37 Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. Bandaríska leikkonan Shailene Woodley þurfti að leggja talsvert á sig til að leika í nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift. Í myndinni leikur Woodley unga konu sem þarf að reyna að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir miklum skemmdum í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu. Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong. „Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley. Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann. „Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley. Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley. Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi. „Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“ Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira
Bandaríska leikkonan Shailene Woodley þurfti að leggja talsvert á sig til að leika í nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift. Í myndinni leikur Woodley unga konu sem þarf að reyna að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir miklum skemmdum í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu. Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong. „Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley. Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann. „Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley. Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley. Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi. „Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“
Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira
Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26
„Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30