Taka þátt eða spila til að vinna? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:35 Það er gömul saga og ný að þegar kemur að árangri í viðskiptum, skiptir samband við viðskiptavini bæði innri og ytri, mestu máli. Það breytist ekki en það sem tekur sífelldum breytingum eru möguleikarnir til þess að eiga samskipti við viðskiptavini. Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.Ertu að spila á gömlu leikkerfi?Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni. Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.Eru allir leikmenn í formi? Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka. Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að þegar kemur að árangri í viðskiptum, skiptir samband við viðskiptavini bæði innri og ytri, mestu máli. Það breytist ekki en það sem tekur sífelldum breytingum eru möguleikarnir til þess að eiga samskipti við viðskiptavini. Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.Ertu að spila á gömlu leikkerfi?Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni. Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.Eru allir leikmenn í formi? Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka. Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun