Sjálfbær hverfi og framtíð úthverfanna Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 23. maí 2018 12:04 Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni er hún hins vegar að benda á gallana í úthverfavæðingu borgarinnar áratugina á undan og mikilvægi þess að vinna að þéttingu byggða og stuðla þannig að sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta getur blómstrað. Verra var þó að sjá höfundinn, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson reyna þyrla upp ryki í augu kjósenda til þess að slá pólitískar keilur. Hún heldur því fram í greininni að til standi að þrengja Gullinbrú niður í eina akrein í hvora átt svo koma megi borgarlínu fyrir. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi, og verður ekki annað séð en að Sjálfstæðismenn vilji espa upp andstöðu gegn borgarlínu með ósönnum fullyrðingum. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa reynt þetta, en tveir aðrir frambjóðendur hafa reynt svona lagað nýlega.Fylgifiskur uppbyggingarinnar Við uppbyggingu nýrra úthverfa lítur yfirleitt allt vel út. Þannig leit það út á fyrstu árum Grafarvogsins og meðan ég var að vaxa úr grasi í hverfinu óx hverfið hratt. Þjónusta dafnaði, leik- og grunnskólar voru byggðir upp. Leikvellir voru á hverju strái og samspilið við náttúruna var gott. Hægt var að búa í hverfi sem hafði upp á allt að bjóða og ekki þurfti að leita út fyrir hverfið fyrir neitt því hér var allt til staðar. Grafarvogurinn sprengdi hins vegar mjög fljótt meginumferðaræðarnar inn í hverfið. Raðirnar sem mynduðust þegar Gullinbrúin var einbreið voru daglegt brauð fyrir íbúa hverfisins sem unnu utan þess. Umferðarhnúturinn leystist ekki fyrr en brúin var breikkuð og það stendur ekki til að breyta því, hvað sem Sjálfstæðismenn segja. Síðan hefur þjónusta annaðhvort farið út úr hverfinu og sá verslunarkjarni sem helst virkar er Spöngin. Fyrir þá sem búa lengst frá er a.m.k. 30 mínútna göngutúr til að komast þangað. Skóla og leikskólaeiningar hafa minnkað og í hagræðingarskyni hefur komið til sameininga þar sem að skólabyggingar voru orðnar vannýttar og verið að leita leiða til að nýta mannauðinn betur innan skólanna. Því hefur kostnaður sveitarfélagsins að halda þessari þjónustu út hækkað.Hvað getum við lært? Við höfum lært það að með hraðri uppbyggingu er allt í blóma í upphafi og hverfið tekur á sig mynd, en þegar hverfið fer að eldast, þá fækkar verulega í skólum og önnur þjónusta líður fyrir það. Nýjir kaupendur, ungt fólk, hefur ekki efni á stórum eignum og hverfið eldist og hnignar. Úthverfauppbygging er skammtímalausn. Langtímalausn eru blönduð og þétt hverfi sem geta verið sjálfbær. Við þurfum að endurhanna gömul hverfi í þessum anda. Þegar við horfum til framtíðar, þá þurfum við að horfa til þess að endurnýjun í hverfum verði stöðugri en ekki sveiflubundin, eins og hún er í dag. Við þurfum að skipuleggja byggð þar sem fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi og allir hópar sjáu sér fært um að búa þar. Með því getum við náð betri nýtingu úr þeim innviðum sem þegar eru til staðar í hverfum. Í stað þess að finna upp og byggja hjólið í hvert skipti. Með því að skipuleggja af skynsemi nýtum við fjármuni betur, við búum til skemmtilegri byggð og við drögum úr umferðarteppum. Vinnum saman málefnalega að langtímalausnum.Ragnar Karl Jóhannsson, höfundur er varamaður í hverfisráðu Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni er hún hins vegar að benda á gallana í úthverfavæðingu borgarinnar áratugina á undan og mikilvægi þess að vinna að þéttingu byggða og stuðla þannig að sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta getur blómstrað. Verra var þó að sjá höfundinn, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson reyna þyrla upp ryki í augu kjósenda til þess að slá pólitískar keilur. Hún heldur því fram í greininni að til standi að þrengja Gullinbrú niður í eina akrein í hvora átt svo koma megi borgarlínu fyrir. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi, og verður ekki annað séð en að Sjálfstæðismenn vilji espa upp andstöðu gegn borgarlínu með ósönnum fullyrðingum. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa reynt þetta, en tveir aðrir frambjóðendur hafa reynt svona lagað nýlega.Fylgifiskur uppbyggingarinnar Við uppbyggingu nýrra úthverfa lítur yfirleitt allt vel út. Þannig leit það út á fyrstu árum Grafarvogsins og meðan ég var að vaxa úr grasi í hverfinu óx hverfið hratt. Þjónusta dafnaði, leik- og grunnskólar voru byggðir upp. Leikvellir voru á hverju strái og samspilið við náttúruna var gott. Hægt var að búa í hverfi sem hafði upp á allt að bjóða og ekki þurfti að leita út fyrir hverfið fyrir neitt því hér var allt til staðar. Grafarvogurinn sprengdi hins vegar mjög fljótt meginumferðaræðarnar inn í hverfið. Raðirnar sem mynduðust þegar Gullinbrúin var einbreið voru daglegt brauð fyrir íbúa hverfisins sem unnu utan þess. Umferðarhnúturinn leystist ekki fyrr en brúin var breikkuð og það stendur ekki til að breyta því, hvað sem Sjálfstæðismenn segja. Síðan hefur þjónusta annaðhvort farið út úr hverfinu og sá verslunarkjarni sem helst virkar er Spöngin. Fyrir þá sem búa lengst frá er a.m.k. 30 mínútna göngutúr til að komast þangað. Skóla og leikskólaeiningar hafa minnkað og í hagræðingarskyni hefur komið til sameininga þar sem að skólabyggingar voru orðnar vannýttar og verið að leita leiða til að nýta mannauðinn betur innan skólanna. Því hefur kostnaður sveitarfélagsins að halda þessari þjónustu út hækkað.Hvað getum við lært? Við höfum lært það að með hraðri uppbyggingu er allt í blóma í upphafi og hverfið tekur á sig mynd, en þegar hverfið fer að eldast, þá fækkar verulega í skólum og önnur þjónusta líður fyrir það. Nýjir kaupendur, ungt fólk, hefur ekki efni á stórum eignum og hverfið eldist og hnignar. Úthverfauppbygging er skammtímalausn. Langtímalausn eru blönduð og þétt hverfi sem geta verið sjálfbær. Við þurfum að endurhanna gömul hverfi í þessum anda. Þegar við horfum til framtíðar, þá þurfum við að horfa til þess að endurnýjun í hverfum verði stöðugri en ekki sveiflubundin, eins og hún er í dag. Við þurfum að skipuleggja byggð þar sem fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi og allir hópar sjáu sér fært um að búa þar. Með því getum við náð betri nýtingu úr þeim innviðum sem þegar eru til staðar í hverfum. Í stað þess að finna upp og byggja hjólið í hvert skipti. Með því að skipuleggja af skynsemi nýtum við fjármuni betur, við búum til skemmtilegri byggð og við drögum úr umferðarteppum. Vinnum saman málefnalega að langtímalausnum.Ragnar Karl Jóhannsson, höfundur er varamaður í hverfisráðu Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar