Öll börn eiga að sitja við sama borð: Enga mismunun í grunnskólunum Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir skrifar 23. maí 2018 08:06 Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar