Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 15:08 Frá tröppum þinghússins við Austurvöll í gær eftir mótmæli sem boðað var til vegna stöðunnar í ljósmæðradeilunni. fréttablaðið/anton brink Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23