Erlent

Tengja heilabilun við svefntruflanir

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Vísindamenn segja svefnleysi auka hættuna á heilabilun.
Vísindamenn segja svefnleysi auka hættuna á heilabilun. Vísir/Getty
Miðaldra einstaklingar sem þjást af svefnleysi eiga frekar á hættu að fá heilabilun síðar á ævinni. Vísindamenn við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi greina frá þessu í grein í ritinu Alzheimer’s & Dementia.

Rannsóknin, sem bæði sænskir og finnskir vísindamenn stóðu að, tók til tvö þúsund einstaklinga frá Svíþjóð og Finnlandi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar jókst hættan á heilabilun um 24 prósent hjá einstaklingum á fimmtugs- og sextugsaldri sem glímdu við svefntruflanir. Hjá þeim sem voru á sjötugs- og áttræðisaldri tvöfaldaðist hættan á heilabilun.

Óvenjulangur svefn, það er lengri en 9 klukkustundir, tengdist einnig aukinni hættu á heilabilun. Talið er að hjá þeim sem eldri eru gæti heilabilunar þegar verið farið að gæta án þess að hún hafi verið greind.


Tengdar fréttir

Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar

Svefn og næring eru tvær af helstu grunnstoðum heilsu ásamt hreyfingu og andlegri vellíðan, segja þær Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttur, prófessor í næringarfræði við skólann,

Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna

Birtan, sem er allsráðandi allan sólarhringinn yfir sumartímann hér á landi, er talin hafa mikil áhrif á svefnvenjur Íslendinga. Bæði börn og fullorðnir verða fyrir áhrifum. Niðurstöður ranns

Svefnskortur er heilsuspillandi

Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×