Æfur yfir leti samlanda sinna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Kim Jong-un léttur í lund. VÍSIR/EPA Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, birti í gær sex fréttir um heimsóknir Kim Jung-un í fyrirtæki þar í landi. Í þeim kom fram óvenju hörð gagnrýni á embættismenn einræðisherrans og almennt starfsfólk. Gagnrýndi Kim til að mynda harðlega að ekki hefði enn tekist að klára byggingu Orangchon-vatnsaflsvirkjunarinnar þótt framkvæmdir hefðu hafist fyrir sautján árum. Þá var hann afar óánægður með hversu skítug baðkörin í Onpho-sumarbúðunum væru. „Þegar hann skoðaði baðherbergi búðanna benti hann á afar slæmt ásigkomulag þess, sagði baðkörin óhrein vegna lélegrar frammistöðu yfirmanna. Ef búðirnar eru gagnrýndar á þennan hátt eru stjórnendur þeirra að syndga og koma óorði á hina miklu leiðtoga sem byggðu sumarbúðirnar,“ sagði meðal annars í blaðinu. Sagði þar að Kim hefði tjáð viðstöddum þá trú sína að flokknum myndi takast að auka lífsgæði íbúa til muna með því að hvetja verkamenn til dáða. Með framgöngu sinni mun Kim vera að benda á mikilvægi umbóta í atvinnulífinu og hagkerfinu. Hann vilji jafnframt sýna erlendum fjölmiðlum þessa hlið á sér. Það er að segja að hann sé að einbeita sér að lífsgæðum Norður-Kóreumanna, sem hann beitir reyndar grófum mannréttindabrotum, en ekki hergagnasmíði. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra. 3. júní 2018 23:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, birti í gær sex fréttir um heimsóknir Kim Jung-un í fyrirtæki þar í landi. Í þeim kom fram óvenju hörð gagnrýni á embættismenn einræðisherrans og almennt starfsfólk. Gagnrýndi Kim til að mynda harðlega að ekki hefði enn tekist að klára byggingu Orangchon-vatnsaflsvirkjunarinnar þótt framkvæmdir hefðu hafist fyrir sautján árum. Þá var hann afar óánægður með hversu skítug baðkörin í Onpho-sumarbúðunum væru. „Þegar hann skoðaði baðherbergi búðanna benti hann á afar slæmt ásigkomulag þess, sagði baðkörin óhrein vegna lélegrar frammistöðu yfirmanna. Ef búðirnar eru gagnrýndar á þennan hátt eru stjórnendur þeirra að syndga og koma óorði á hina miklu leiðtoga sem byggðu sumarbúðirnar,“ sagði meðal annars í blaðinu. Sagði þar að Kim hefði tjáð viðstöddum þá trú sína að flokknum myndi takast að auka lífsgæði íbúa til muna með því að hvetja verkamenn til dáða. Með framgöngu sinni mun Kim vera að benda á mikilvægi umbóta í atvinnulífinu og hagkerfinu. Hann vilji jafnframt sýna erlendum fjölmiðlum þessa hlið á sér. Það er að segja að hann sé að einbeita sér að lífsgæðum Norður-Kóreumanna, sem hann beitir reyndar grófum mannréttindabrotum, en ekki hergagnasmíði.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra. 3. júní 2018 23:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31
Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra. 3. júní 2018 23:30