„Þá hætti ég að nenna að burðast með þig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2018 16:00 Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Dæmi eru um að flughræðsla setji vinnu og fjölskyldulíf fólks algjörlega úr skorðum að sögn umsjónarmanna flughræðslunámskeiðs sem Icelandair hefur staðið fyrir í á þriðja áratug. Einu slíku lauk á dögunum, en Ísland í dag fékk að fljúga með í lokahnykkinn – þar sem flogið er með þátttakendur í áætlunarflugi til Stokkhólms og svo aftur til baka. Sálfræðingurinn Álfheiður Steinþórsdóttir hefur séð um námskeiðið um árabil, ásamt flugstjóranum fyrrverandi Páli Stefánssyni. Álfheiður segir hræðsluna geta átt alls kyns rætur. Oftast sé um einhvers konar flókið samspil að ræða, þó hún geti í einhverjum tilfellum kviknað út frá einangruðu atviki. „Ég var alltaf að fljúga þegar ég var lítil, en svo byrjaði ég að horfa á heimildarmyndir um flugslys. Ég bjó þetta fullkomlega til sjálf,“ segir Júlía Sif Ólafsdóttir, einn þátttakenda.Margir hræddir við ókyrrðHlutverk Álfheiðar er að kafa ofan í andlegu hliðina þegar kemur að hræðslunni. Páll einblínir aftur á móti á öryggisþætti flugvéla og útskýrir t.a.m. hvers vegna ókyrrð er ekki hættuleg. Hann segir að við hana séu flughræddir þó oftast hvað smeykastir, en fyrir komi að hræðslan höggvi jafnvel skarð í fjölskyldulífið. „Það var bara einn maður með okkur í gær sem átti dóttur sem var nýbúin að eignast barn erlendis. Konan hans sagði bara við hann, ef þú getur ekki hugsað þér að koma með mér og heimsækja dóttur okkar og kíkja á barnabarnið, þá bara hætti ég að nenna að burðast með þig með mér. Hann kom á námskeiðið og útskrifaðist í gær alveg brosandi út að eyrum. Hann var svo ánægður að hafa getað tekið á þessu vandamáli,“ segir Páll.Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira
Dæmi eru um að flughræðsla setji vinnu og fjölskyldulíf fólks algjörlega úr skorðum að sögn umsjónarmanna flughræðslunámskeiðs sem Icelandair hefur staðið fyrir í á þriðja áratug. Einu slíku lauk á dögunum, en Ísland í dag fékk að fljúga með í lokahnykkinn – þar sem flogið er með þátttakendur í áætlunarflugi til Stokkhólms og svo aftur til baka. Sálfræðingurinn Álfheiður Steinþórsdóttir hefur séð um námskeiðið um árabil, ásamt flugstjóranum fyrrverandi Páli Stefánssyni. Álfheiður segir hræðsluna geta átt alls kyns rætur. Oftast sé um einhvers konar flókið samspil að ræða, þó hún geti í einhverjum tilfellum kviknað út frá einangruðu atviki. „Ég var alltaf að fljúga þegar ég var lítil, en svo byrjaði ég að horfa á heimildarmyndir um flugslys. Ég bjó þetta fullkomlega til sjálf,“ segir Júlía Sif Ólafsdóttir, einn þátttakenda.Margir hræddir við ókyrrðHlutverk Álfheiðar er að kafa ofan í andlegu hliðina þegar kemur að hræðslunni. Páll einblínir aftur á móti á öryggisþætti flugvéla og útskýrir t.a.m. hvers vegna ókyrrð er ekki hættuleg. Hann segir að við hana séu flughræddir þó oftast hvað smeykastir, en fyrir komi að hræðslan höggvi jafnvel skarð í fjölskyldulífið. „Það var bara einn maður með okkur í gær sem átti dóttur sem var nýbúin að eignast barn erlendis. Konan hans sagði bara við hann, ef þú getur ekki hugsað þér að koma með mér og heimsækja dóttur okkar og kíkja á barnabarnið, þá bara hætti ég að nenna að burðast með þig með mér. Hann kom á námskeiðið og útskrifaðist í gær alveg brosandi út að eyrum. Hann var svo ánægður að hafa getað tekið á þessu vandamáli,“ segir Páll.Rætt verður við umsjónarmenn, þátttakendur og áhöfn í útskriftarflugi flughræddra í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira