Hjartnæm kveðja Kasper Schmeichel: ,,Þú breyttir fótboltanum" Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. október 2018 10:30 Vichai Srivaddhanaprabha vísir/getty Fótboltasamfélagið á Englandi og víðar er í sárum í kjölfar hræðilegs slyss sem varð eftir leik Leicester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn og fórust allir þeir fimm sem voru í þyrlunni, þar á meðal var eigandinn sjálfur. Búið er að fresta leik Leicester og Southampton sem átti að fara fram í enska deildarbikarnum á morgun. Þá er sömuleiðis búið að fresta Evrópuleik unglingaliðs Leicester sem átti að leika gegn Feyenoord á morgun. Danski landsliðsmarkvörðurinn og varafyrirliði Leicester, Kasper Schmeichel, sem sást hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð hefur sent frá sér hjartnæma minningargrein til eigandans. „Kæri formaður. Ég get ekki trúað því að þetta sé að gerast. Hjarta mitt er brostið og ég er algjörlega í rusli. Ég trúi ekki því sem ég sá gerast í gærkvöldi. Það er of óraunverulegt.“ „Það er erfitt að setja í orð hversu mikið þú hefur gert fyrir þetta knattspyrnufélag og fyrir borgina Leicester. Við vitum allt um þær fjárfestingar sem þú og þín fjölskylda hefur lagt í þetta félag en þú hefur gert svo miklu meira. Þú lést þig ekki bara varða félagið heldur allt samfélagið. Þitt endalausa framlag til sjúkrahúsanna í Leicester og góðgerðamálefna mun aldrei gleymast.“ „Þú breyttir fótboltanum. Að eilífu! Þú gafst von til allra um að það ómögulega væri mögulegt. Ekki bara til okkar stuðningsmanna heldur til allra stuðningsmanna heimsins, í hvaða íþrótt sem er. Það hafa ekki margir gert. Þú munt aldrei vita hversu mikla þýðingu þú hefur haft fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég lít á það sem heiður og forréttindi að hafa fengið að vera lítill hluti af þínu lífi,“ segir í grein Schmeichel sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.pic.twitter.com/sV5uJhJSsO— Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) October 28, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47 Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira
Fótboltasamfélagið á Englandi og víðar er í sárum í kjölfar hræðilegs slyss sem varð eftir leik Leicester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn og fórust allir þeir fimm sem voru í þyrlunni, þar á meðal var eigandinn sjálfur. Búið er að fresta leik Leicester og Southampton sem átti að fara fram í enska deildarbikarnum á morgun. Þá er sömuleiðis búið að fresta Evrópuleik unglingaliðs Leicester sem átti að leika gegn Feyenoord á morgun. Danski landsliðsmarkvörðurinn og varafyrirliði Leicester, Kasper Schmeichel, sem sást hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð hefur sent frá sér hjartnæma minningargrein til eigandans. „Kæri formaður. Ég get ekki trúað því að þetta sé að gerast. Hjarta mitt er brostið og ég er algjörlega í rusli. Ég trúi ekki því sem ég sá gerast í gærkvöldi. Það er of óraunverulegt.“ „Það er erfitt að setja í orð hversu mikið þú hefur gert fyrir þetta knattspyrnufélag og fyrir borgina Leicester. Við vitum allt um þær fjárfestingar sem þú og þín fjölskylda hefur lagt í þetta félag en þú hefur gert svo miklu meira. Þú lést þig ekki bara varða félagið heldur allt samfélagið. Þitt endalausa framlag til sjúkrahúsanna í Leicester og góðgerðamálefna mun aldrei gleymast.“ „Þú breyttir fótboltanum. Að eilífu! Þú gafst von til allra um að það ómögulega væri mögulegt. Ekki bara til okkar stuðningsmanna heldur til allra stuðningsmanna heimsins, í hvaða íþrótt sem er. Það hafa ekki margir gert. Þú munt aldrei vita hversu mikla þýðingu þú hefur haft fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég lít á það sem heiður og forréttindi að hafa fengið að vera lítill hluti af þínu lífi,“ segir í grein Schmeichel sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.pic.twitter.com/sV5uJhJSsO— Kasper Schmeichel (@kschmeichel1) October 28, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47 Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira
Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi. 28. október 2018 22:47
Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14