Erlent

30 féllu í fyrstu árás Talíbana eftir vopnahlé

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Vel fór á með þessum afganska hermanni og tveimur Talíbönum á meðan á vopnahléinu stóð. Eid al Fitr er trúarhátíð múslima, í lok hins heila föstumánaðar Ramadan. Þá er jafnan mikið um veislur og hátíðahöld.
Vel fór á með þessum afganska hermanni og tveimur Talíbönum á meðan á vopnahléinu stóð. Eid al Fitr er trúarhátíð múslima, í lok hins heila föstumánaðar Ramadan. Þá er jafnan mikið um veislur og hátíðahöld. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 30 féllu í tveimur árásum Talíbana á hermenn í vesturhluta Afganistans í morgun. Þetta er fyrsta árás Talíbana frá því að þeir samþykktu vopnahlé yfir trúarhátíð múslima, Eid al Fitr, sem var í síðustu viku.

Afgönsk stjórnvöld buðust til að framlengja vopnahléið um tíu daga en Talíbanar höfnuðu boðinu.

Meira en 50 féllu í átökum á meðan vopnahlé var í gildi en talið er að samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á þeim árásum. Þau heyja nú blóðuga valdabaráttu við Talíbana í Afganistan.

Reglulegar fregnir berast fregnir af óformlegum friðarviðræðum Talíbana og afganskra stjórnvalda en deilt er um beinan árangur þeirra.

Sjálfir segjast Talíbanar ekki tilbúnir í formlegar viðræður nema Bandaríkjastjórn komi að samningaborðinu og samþykki að fjarlægja allt erlent herlið frá Afganistan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×