Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson, hetjurnar úr 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Eftir spurningar sem sneru að Nígeríuleiknum fóru spurningarnar á persónulegra stig. Meðal annars um nýlega frægð Rúriks Gíslasonar.
„Rúrik er loksins að fá þá viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Hannes Þór og uppskar mikinn hlátur meðal blaðamanna í tjaldinu.

„Ég veit ekki hvað var í gangi í Suður-Ameríku,“ segir Alfreð. „En þetta er mjög jákvætt fyrir hann og hans markaðsvirði er að aukast.“
„Það var nú mikil vinna lögð í þetta fyrir,“ segir Alfreð. Rúrik hafi ekki sett inn mynd á Instagram í tvo til þrjá daga eftir leikinn.
„Það eru fleiri fylgjendur sem þarf að sinna núna, leggja enn meiri vinnu í þetta,“ segir Alfreð og grínast. Greinilegt að landsliðsmennirnir hafa gaman af þessari nýju frægð Rúriks. Alfreð segir þetta skemmtilegt og dreifi athyglinni.
„Ég get sagt ykkur að honum leiðist þetta ekkert.“
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
A documentary film about our World Cup adventure is being filmed. This evening it was my turn to tell a few stories and talk about my experience so far #FyrirIsland #FIFAWorldCup #Documentary #Interview #Iceland
A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 19, 2018 at 2:14pm PDT