Eftir fundinn var haldið beint á æfingu en fundurinn fór fram á æfingasvæðinu.
Strákarnir ferðast svo síðdegis til Volgograd þar sem að þeir mæta Nígeríu á föstudaginn en íslenska liðið er með eitt stig í riðlinum eftir jafntefli gegn Argentínu.
Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá fundinum og beina textalýsingu blaðamanns Vísis.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.