Þáttastjórnendur „kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. Þeir StephenColbert, TrevorNoah, JimmyKimmel, SethMeyers, Jordan Klepper og Conan O'Brien fjölluðu um fund leiðtoganna tveggja af mikilli áfergju. Allir virtust þeir sammála um að Kim hefði grætt verulega á fundinum og Trump eitthvað minna.
Auðvitað var einnig gert grín að Dennis Rodman, stiklunni sem Trump sýndi Kim og það hvernig Trump lofaði Kim sem gáfaðan mann sem elskar fólkið sitt.
Þessa brandarakarla má sjá hér að neðan.
Stephen ColbertTrevor NoahJimmy KimmelSeth MeyersJordan KlepperConan O'Brien