Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigfús mætti til aðalmeðferðar málsins í gær og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Fréttablaðið/Auðunn Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð. Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum. Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð. Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum. Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37