Áratugur breytinga – Áratugur stórmóta Trausti Ágútsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Fyrir tíu árum tryggði íslenska kvennalandsliðið sig fyrst íslenskra A-landsliða inn á stórmót í fótbolta, þegar þær komust á EM í Finnlandi 2009. Þær hafa síðan þá endurtekið leikinn tvisvar sinnum, þegar stelpurnar okkar komust á EM 2013 í Svíþjóð og EM 2017 í Hollandi. Bestum árangri náði liðið í Svíþjóð þegar þær komust í fjórðungsúrslit en féllu út gegn sterku liði heimakvenna. Það þarf varla að rifja upp að strákarnir okkar komust fyrst á stórmót þegar liðið komst á EM í Frakklandi 2016. Strákarnir náðu þá þeim frábæra árangri að komast í fjórðungsúrslit þar sem þeir þurftu að lúta í gras fyrir heimamönnum. Fyrir áratug var íslenska karlalandsliðið í 83. sæti heimslista FIFA en kvennalandsliðið í 19. sæti. Kvennaliðið hækkaði sig svo upp í 15. sæti frá árunum 2011 til 2012 en er aftur komið í 19. sæti listans. Frá 2008 til 2010 lækkaði karlaliðið úr 83. sæti niður í það 112. sem er það lægsta sem liðið hefur farið á listanum. Frá 2010 hefur leiðin legið upp á við og er liðið núna í 22. sæti listans. Við hjá Gallup könnuðum áhuga landsmanna 18 ára og eldri á HM í Rússlandi, væntingar til frammistöðu íslenska liðsins og hvaða lið fólk telur líklegast til að vinna mótið. Alls eru 49% sem hafa mikinn áhuga á HM en 34% hafa lítinn áhuga á mótinu, en til samanburðar höfðu 48% mikinn áhuga á EM 2016 og 38% lítinn áhuga. Það kemur líklega ekki á óvart að áhugi er meiri hjá körlum en konum, 58% karla en 40% kvenna hafa mikinn áhuga.Þegar væntingar til árangurs íslenska liðsins á EM voru skoðaðar í aðdraganda mótsins 2016 voru 13% sem höfðu rétt fyrir sér um að Ísland myndi komast í fjórðungsúrslit en ekki lengra. Almennt taldi fólk að íslenska liðið myndi ná lengra á EM en það telur að það muni ná á HM. Nú telja 57% að liðið komist upp úr riðlinum en á EM voru það 71% þátttakenda. Ef skoðað er hve margir telja að Ísland komist í fjórðungsúrslit eða lengra þá eru það 23% nú en voru 29% fyrir EM. Konur hafa meiri trú á strákunum en karlar, en alls eru 29% kvenna sem telja að þeir komist í fjórðungsúrslit eða lengra en 17% karla. Alls eru 12% þátttakenda sem telja að Ísland komist í undanúrslit HM og 6% telja að Ísland fari alla leið í úrslitaleikinn sem er u.þ.b. einu prósentustigi færri en þeir sem töldu að Ísland kæmist í úrslit EM 2016 þegar spurt var hve langt Ísland myndi ná í keppninni. Í könnuninni 2016 voru aðeins 6% þátttakenda sem spáðu rétt fyrir um að Portúgal yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn. Fjórir af hverjum tíu Íslendingum töldu að Þjóðverjar yrðu Evrópumeistarar. Næstflestir, eða 17%, höfðu mesta trú á að Frakkar myndu sigra en svo voru 13% sem töldu að Spánverjar yrðu Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð. Eins og fyrir EM hefur íslenska þjóðin mesta trú á að Þjóðverjar verði meistarar. Alls eru 34% sem telja að Þjóðverjar verji titilinn og verði þannig heimsmeistarar í fimmta sinn og jafni þar með metin við Brasilíumenn sem hafa oftast orðið meistarar. Þátttakendur hafa næstmesta trú á Argentínu, en 19% telja að Messi og félagar standi uppi sem sigurvegarar í lok móts. Aðeins tveimur prósentustigum færri, eða 15%, telja að Frakkar verði heimsmeistarar núna en töldu að þeir yrðu Evrópumeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum síðan. Tiltrú Íslendinga á Spánverjum er mun minni fyrir HM nú en fyrir EM 2016 og fáir eða 4% hafa trú á því að Evrópumeistarar Portúgala lyfti bikarnum eftirsótta þann 15. júlí næstkomandi. Þannig völdu 6% þátttakenda, sem tóku afstöðu þegar spurt var beint hverjir verði heimsmeistarar, Ísland en það voru 8% sem giskuðu á Ísland sem Evrópumeistara fyrir tveimur árum. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi fyrir landsliðin okkar í fótbolta. Strákarnir okkar að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með þátttöku á HM og stelpurnar okkar í dauðafæri að tryggja sér þátttöku á HM í Frakklandi 2019. ÁFRAM ÍSLAND!Höfundur er sölustjóri markaðsrannsókna Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum tryggði íslenska kvennalandsliðið sig fyrst íslenskra A-landsliða inn á stórmót í fótbolta, þegar þær komust á EM í Finnlandi 2009. Þær hafa síðan þá endurtekið leikinn tvisvar sinnum, þegar stelpurnar okkar komust á EM 2013 í Svíþjóð og EM 2017 í Hollandi. Bestum árangri náði liðið í Svíþjóð þegar þær komust í fjórðungsúrslit en féllu út gegn sterku liði heimakvenna. Það þarf varla að rifja upp að strákarnir okkar komust fyrst á stórmót þegar liðið komst á EM í Frakklandi 2016. Strákarnir náðu þá þeim frábæra árangri að komast í fjórðungsúrslit þar sem þeir þurftu að lúta í gras fyrir heimamönnum. Fyrir áratug var íslenska karlalandsliðið í 83. sæti heimslista FIFA en kvennalandsliðið í 19. sæti. Kvennaliðið hækkaði sig svo upp í 15. sæti frá árunum 2011 til 2012 en er aftur komið í 19. sæti listans. Frá 2008 til 2010 lækkaði karlaliðið úr 83. sæti niður í það 112. sem er það lægsta sem liðið hefur farið á listanum. Frá 2010 hefur leiðin legið upp á við og er liðið núna í 22. sæti listans. Við hjá Gallup könnuðum áhuga landsmanna 18 ára og eldri á HM í Rússlandi, væntingar til frammistöðu íslenska liðsins og hvaða lið fólk telur líklegast til að vinna mótið. Alls eru 49% sem hafa mikinn áhuga á HM en 34% hafa lítinn áhuga á mótinu, en til samanburðar höfðu 48% mikinn áhuga á EM 2016 og 38% lítinn áhuga. Það kemur líklega ekki á óvart að áhugi er meiri hjá körlum en konum, 58% karla en 40% kvenna hafa mikinn áhuga.Þegar væntingar til árangurs íslenska liðsins á EM voru skoðaðar í aðdraganda mótsins 2016 voru 13% sem höfðu rétt fyrir sér um að Ísland myndi komast í fjórðungsúrslit en ekki lengra. Almennt taldi fólk að íslenska liðið myndi ná lengra á EM en það telur að það muni ná á HM. Nú telja 57% að liðið komist upp úr riðlinum en á EM voru það 71% þátttakenda. Ef skoðað er hve margir telja að Ísland komist í fjórðungsúrslit eða lengra þá eru það 23% nú en voru 29% fyrir EM. Konur hafa meiri trú á strákunum en karlar, en alls eru 29% kvenna sem telja að þeir komist í fjórðungsúrslit eða lengra en 17% karla. Alls eru 12% þátttakenda sem telja að Ísland komist í undanúrslit HM og 6% telja að Ísland fari alla leið í úrslitaleikinn sem er u.þ.b. einu prósentustigi færri en þeir sem töldu að Ísland kæmist í úrslit EM 2016 þegar spurt var hve langt Ísland myndi ná í keppninni. Í könnuninni 2016 voru aðeins 6% þátttakenda sem spáðu rétt fyrir um að Portúgal yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn. Fjórir af hverjum tíu Íslendingum töldu að Þjóðverjar yrðu Evrópumeistarar. Næstflestir, eða 17%, höfðu mesta trú á að Frakkar myndu sigra en svo voru 13% sem töldu að Spánverjar yrðu Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð. Eins og fyrir EM hefur íslenska þjóðin mesta trú á að Þjóðverjar verði meistarar. Alls eru 34% sem telja að Þjóðverjar verji titilinn og verði þannig heimsmeistarar í fimmta sinn og jafni þar með metin við Brasilíumenn sem hafa oftast orðið meistarar. Þátttakendur hafa næstmesta trú á Argentínu, en 19% telja að Messi og félagar standi uppi sem sigurvegarar í lok móts. Aðeins tveimur prósentustigum færri, eða 15%, telja að Frakkar verði heimsmeistarar núna en töldu að þeir yrðu Evrópumeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum síðan. Tiltrú Íslendinga á Spánverjum er mun minni fyrir HM nú en fyrir EM 2016 og fáir eða 4% hafa trú á því að Evrópumeistarar Portúgala lyfti bikarnum eftirsótta þann 15. júlí næstkomandi. Þannig völdu 6% þátttakenda, sem tóku afstöðu þegar spurt var beint hverjir verði heimsmeistarar, Ísland en það voru 8% sem giskuðu á Ísland sem Evrópumeistara fyrir tveimur árum. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi fyrir landsliðin okkar í fótbolta. Strákarnir okkar að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með þátttöku á HM og stelpurnar okkar í dauðafæri að tryggja sér þátttöku á HM í Frakklandi 2019. ÁFRAM ÍSLAND!Höfundur er sölustjóri markaðsrannsókna Gallup
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun