Lífið

Ilmur fékk örlagaríkt símtal frá Sögu Garðars í júlí: „En ég hef engin réttindi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saga og Snorri ásamt Ilmi á Suðureyri um helgina.
Saga og Snorri ásamt Ilmi á Suðureyri um helgina.
Stjörnuparið Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason gengu í það heilaga í blíðskaparveðri á Suðureyri á laugardaginn.

Öllu var tjaldað til og kom fjöldi fólks saman til þess að fagna með parinu. Saga og Snorri eru mörgum Íslendingum góðkunn en Saga er með þekktustu grínistum landsins en Snorri er tónlistarmaður og gerði garðinn meðal annars frægan með Sprengjuhöllinni.

Brúðkaupið var stjörnum prýtt og meðal þeirra þjóðþekktu einstaklinga sem gerðu sér ferð til að fagna með hinum nýgiftu hjónum voru grínistarnir í Mið-Íslandi, söngvarinn Valdimar, samfélagsmiðlastjarnan Berglind Festival, leikarinn og grínistinn Steindi Jr. og margir fleiri.

Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir gaf hjónin saman og segir hún skemmtilega sögu frá símtali sem hún fékk frá Sögu í júlí.

Svona var símtalið:

Saga: Ert þú ekki prestur ?

Ég: Nei, ég tók bara tvær annir í guðfræði

Saga: En geturðu ekki samt gefið okkur saman ?

Ég : Jújú en ég hef engin réttindi til þess eða umboð ....nema þá kannski bara frá Guði.

Saga : Já er það ekki bara fínt - við reddum hinu.

„Elsku Saga og Snorri. Takk fyrir treysta mér fyrir þessu stóra og mikilvæga hlutverki, það var sannur heiður að fá að gera þetta með ykkur í gær. Það var meir að segja nokkuð fyrirhafnarlitið af því að það er svo auðvelt að trúa á ykkur, auðvelt að samgleðjast ykkur og auðvelt að elska ykkur,“ segir Ilmur í færslu sinni til hjónanna.






Tengdar fréttir

Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi

Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.