Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2018 10:30 Haukur Þrastarson, besti leikmaður mótsins í úrslitaleiknum á móti Svíum. Mynd/Heimasíða keppninnar Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins. Handbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland eignast verðlaunalið á stórmóti í handbolta, það er á opinberu heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Fimm af þessum verðlaunum hafa unnist á síðasta áratug sem hófst með silfrinu sem strákarnir í A-landsliðinu unnu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Tveir úr silfurliðinu 2008 höfðu verið með þegar íslenskt landslið vann fyrstu verðlaunin sína sem var á HM U-21 í Egyptalandi fimmtán árum fyrr. Það voru þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson. Ísland hefur einnig unnið gull í B-keppni A-landsliða (1989 í Frakklandi), brons í B-keppni A-landsliða (1992 í Austurríki) og gull í opna Evrópumótinu í tengslum við Partille Cup í Gautaborg (2015).Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Hann var lykilmaður í eina gulliði Íslands á stórmóti í handbolta fyrir fimmtán árum.Vísir/EPAVerðlaunsagan á fullgildum stórmótum lítur þannig út:1) 1993 - 21 árs landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Þorbergur AðalsteinssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson. - Aron Kristjánsson skoraði sigurmarkið á móti Rússlandi í bronsleiknum.2) 2003 - 18 ára landsliðið vinnur gull á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Björgvin Páll Gústavsson og Einar Ingi Hrafnsson. - Ásgeir Örn Hallgrímsson varð markakóngur keppninnar með 55 mörk í sjö leikjum og valinn í úrvalslið mótsins ásamt Arnóri Atlasyni.Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Stefánsson.Vísir/Vilhelm3) 2008 - A-landsliðið vinnur silfur á ÓLÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson og Björgvin Páll Gústavsson. - Ólafur, Snorri Steinn (2. markahæstur með 48 mörk) og Guðjón Valur (3. markahæstur með 43 mörk) voru allir valdir í úrvalslið mótsins.4) 2009 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á HMÞjálfarar: Einar Guðmundsson og Einar Andri EinarssonStærstu stjörnur: Aron Pálmarsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. - Ólafur var markahæstur í úrslitaleiknum á móti Króötum og þriðji marhæsti maður mótsins (48 mörk í 6 leikjum en hann var kosinn í úrvalslið mótsins ásamt Aroni Pálmarssyni.Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.Mynd/Diener5) 2010 - A-landsliðið vinnur brons á EMÞjálfari: Guðmundur GuðmundssonStærstu stjörnur: Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson. - Það muna allir eftir hetjulegum varnartilþrifum Alexanders Petersson á lykilstundu í bronsleiknum á móti Pólverjum. Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið mótsins en þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson urðu báðir í 4. sæti yfir markahæstu menn.6) 2015 - 18 ára landsliðið vinnur brons á HMÞjálfari: Einar GuðmundssonStærstu stjörnur: Ómar Ingi Magnússon, Egill Magnússon, Óðinn Þór Ríkharðsson, Arnar Freyr Arnarsson, Grétar Ari Guðjónsson og Hákon Daði Styrmisson. - Óðinn Þór var næst markahæsti maður mótsins (65 mörk í 9 leikjum) og var valinn í úrvalslið mótsins. Ómar Ingi skoraði átta mörk í sigrinum á Spáni í bronsleiknum.Mynd/Heimasíða keppninnar7) 2018 - 18 ára landsliðið vinnur silfur á EMÞjálfari: Heimir RíkarðssonStærstu stjörnur: Haukur Þrastarson, Dagur Gautason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnór Snær Óskarsson og Tumi Steinn Rúnarsson. - Haukur var valinn besti leikmaður mótsins og var einnig annar markahæstur í mótinu með 47 mörk í 6 leikjum. Dagur var kosinn í úrvalslið mótsins.
Handbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira