Útlendingastofnun afturreka með yfir helming brottvísana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru einungis staðfestar af kærunefnd í um það bil helmingi tilvika. Fréttablaðið/GVA Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira