Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:00 Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira