Svona fór Gröndalshús fram úr áætlun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. desember 2018 07:30 Gröndalshús í Grjótaþorpinu. Fréttablaðið/Anton Reykjavík Mygla í nokkurra ára gamalli þakklæðningu, óþéttir útveggir, laust gler í gluggum og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðingu er allt meðal skýringa á því hvers vegna framkvæmdir á Gröndalshúsi í Reykjavík spóluðu nær 200 milljónir fram úr áætlun. Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við endurbæturnar sem lögð var fram á fimmtudag. Í fyrirspurn fulltrúans er bent á að upphafleg fjárhagsáætlun hafi hljóðað upp á 40 milljónir en verkið hafi að endingu kostað borgina 238 milljónir. Framúrkeyrslan hefur verið gagnrýnd. Í svari borgarinnar segir að þegar ákveðið var árið 2015 að hefja framkvæmdir við að færa Gröndalshús á varanlegan stað, frá Grandagarði þar sem það hafði verið geymt að Vesturgötu 5b í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, hafi fjárheimildin verið 50 milljónir króna, auk þeirra 27,5 milljóna sem þegar hafði verið varið í húsið á fyrri árum. Eftir að búið var að flytja húsið á nýjan grunn og farið var að gera það upp að innan komu hins vegar í ljós margir alvarlegir gallar. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði skýringa á þessari framúrkeyrslu og eru ástæðurnar fyrir þessum mikla kostnaðarauka listaðar í svarinu. Þær má sjá hér á meðfylgjandi mynd. Enn fremur segir í svari borgarinnar að endurgerð hússins hafi ekki verið boðin út, heldur hafi hún verið hluti rammasamnings sem gerður var við Minjavernd. Hið merka Gröndalshús var komið í mikla niðurníðslu á árum áður en lengi var deilt um framtíð þess. Húsið var tekið í notkun á nýjum stað við Vesturgötu 5b í júní í fyrra en Reykjavíkurborg ákvað að eiga húsið og nýta til menningarstarfsemi tengdrar Reykjavík bókmenntaborg Evrópu. Þar er nú sýning um Benedikt Gröndal á aðalhæð þess, íbúð í kjallara og vinnuaðstaða fyrir fræðimenn á efri hæð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Reykjavík Mygla í nokkurra ára gamalli þakklæðningu, óþéttir útveggir, laust gler í gluggum og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðingu er allt meðal skýringa á því hvers vegna framkvæmdir á Gröndalshúsi í Reykjavík spóluðu nær 200 milljónir fram úr áætlun. Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við endurbæturnar sem lögð var fram á fimmtudag. Í fyrirspurn fulltrúans er bent á að upphafleg fjárhagsáætlun hafi hljóðað upp á 40 milljónir en verkið hafi að endingu kostað borgina 238 milljónir. Framúrkeyrslan hefur verið gagnrýnd. Í svari borgarinnar segir að þegar ákveðið var árið 2015 að hefja framkvæmdir við að færa Gröndalshús á varanlegan stað, frá Grandagarði þar sem það hafði verið geymt að Vesturgötu 5b í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, hafi fjárheimildin verið 50 milljónir króna, auk þeirra 27,5 milljóna sem þegar hafði verið varið í húsið á fyrri árum. Eftir að búið var að flytja húsið á nýjan grunn og farið var að gera það upp að innan komu hins vegar í ljós margir alvarlegir gallar. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði skýringa á þessari framúrkeyrslu og eru ástæðurnar fyrir þessum mikla kostnaðarauka listaðar í svarinu. Þær má sjá hér á meðfylgjandi mynd. Enn fremur segir í svari borgarinnar að endurgerð hússins hafi ekki verið boðin út, heldur hafi hún verið hluti rammasamnings sem gerður var við Minjavernd. Hið merka Gröndalshús var komið í mikla niðurníðslu á árum áður en lengi var deilt um framtíð þess. Húsið var tekið í notkun á nýjum stað við Vesturgötu 5b í júní í fyrra en Reykjavíkurborg ákvað að eiga húsið og nýta til menningarstarfsemi tengdrar Reykjavík bókmenntaborg Evrópu. Þar er nú sýning um Benedikt Gröndal á aðalhæð þess, íbúð í kjallara og vinnuaðstaða fyrir fræðimenn á efri hæð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira