Alonso ánægður með Indycar-tilraunaaksturinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2018 19:34 Alonso virtist glaður í bragði í Honda-bíl Andretti-liðsins í gær. McLaren/Twitter Spænski ökuþórinn Fernando Alonso lýsti ánægju sinni eftir að hann prófaði Indycar-bíl í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Flest virðist nú benda til þess að tvöfaldi Formúlu 1-heimsmeistarinn aki vestanhafs í Indycar-mótaröðinni á næsta tímabili. Alonso ók Honda-bíl á vegum Andretti Autosport-liðsins á Barber-brautinni í Alabama í gær. Engir áhorfendur eða fjölmiðlar fengu að vera á staðnum, að sögn Autosport. Eftir á sagðist Alonso sérstaklega ánægður með að hafa fengið tækifæri til að prófa bílinn við allar aðstæður en brautin var blaut framan af degi. Lengi hafi staðið til að hann prófaði Indycar-bíl en tækifærið hafi ekki gefist fyrr en í gær. „Þetta var góður dagur, skemmtilegur dagur. Ég elska að prófa nýja bíla og að prófa Indycar á [hefðbundinni braut] er nokkuð einstakt,“ sagði Spánverjinn sem hafði fram að gærdeginum aðeins ekið Indycar-bíl á risasporöskjubrautinni í Indianapolis, þá einnig með Andretti-liðinu.Fernando puts the @FollowAndretti #29 through its paces at Barber Motorsports Park today... his first road course outing in an IndyCar. pic.twitter.com/cWMjjfXzwc— McLaren (@McLarenF1) September 5, 2018 Þrátt fyrir háværa orðróma hafa hvorki Alonso né McLaren-liðið staðfest þátttöku sína í Indycar-mótaröðinni á næsta ári. Tilraunaaksturinn í gær telja margir öruggt merki um að Alonso ætli sér að keppa vestanhafs á næsta tímabili til þess að freista þess að vinna Indy 500-kappaksturinn sögufræga. Þannig myndi Alonso ná hinni svonefndu þreföldu kórónu akstursíþrótta: sigri í Mónakó, Les Mans og í Indy 500. Hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir þetta tímabil. Ökumenn frá Evrópu hafa stundum hikað við að keppa í Bandaríkjunum vegna sporöskubrautanna (e. Oval) sem keppt er á hluta tímabilsins í Indycar. Alonso stóð sig hins vegar vel þegar hann keppti í Indy 500 í fyrra. Hann var á meðal efstu manna áður en Honda-vélin í bíl hans gaf sig undir lok keppninnar. „Ég held að ég elski tilfinninguna í bílnum á hefðbundinni braut en ég elska hvernig maður keppir á sporöskjunum, hvernig maður tímasetur kjölsogið, umferðina og allur frammúraksturinn sem ég held að sé svolítið auðveldari á sporöskjunum þannig að ég elskaði hasarinn á brautinni í Indy 500,“ sagði Alonso.Hér fyrir neðan má sjá myndband og viðtal við Alonso sem Indycar birti eftir tilraunaaksturinn í gær. Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Spænski ökuþórinn Fernando Alonso lýsti ánægju sinni eftir að hann prófaði Indycar-bíl í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Flest virðist nú benda til þess að tvöfaldi Formúlu 1-heimsmeistarinn aki vestanhafs í Indycar-mótaröðinni á næsta tímabili. Alonso ók Honda-bíl á vegum Andretti Autosport-liðsins á Barber-brautinni í Alabama í gær. Engir áhorfendur eða fjölmiðlar fengu að vera á staðnum, að sögn Autosport. Eftir á sagðist Alonso sérstaklega ánægður með að hafa fengið tækifæri til að prófa bílinn við allar aðstæður en brautin var blaut framan af degi. Lengi hafi staðið til að hann prófaði Indycar-bíl en tækifærið hafi ekki gefist fyrr en í gær. „Þetta var góður dagur, skemmtilegur dagur. Ég elska að prófa nýja bíla og að prófa Indycar á [hefðbundinni braut] er nokkuð einstakt,“ sagði Spánverjinn sem hafði fram að gærdeginum aðeins ekið Indycar-bíl á risasporöskjubrautinni í Indianapolis, þá einnig með Andretti-liðinu.Fernando puts the @FollowAndretti #29 through its paces at Barber Motorsports Park today... his first road course outing in an IndyCar. pic.twitter.com/cWMjjfXzwc— McLaren (@McLarenF1) September 5, 2018 Þrátt fyrir háværa orðróma hafa hvorki Alonso né McLaren-liðið staðfest þátttöku sína í Indycar-mótaröðinni á næsta ári. Tilraunaaksturinn í gær telja margir öruggt merki um að Alonso ætli sér að keppa vestanhafs á næsta tímabili til þess að freista þess að vinna Indy 500-kappaksturinn sögufræga. Þannig myndi Alonso ná hinni svonefndu þreföldu kórónu akstursíþrótta: sigri í Mónakó, Les Mans og í Indy 500. Hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir þetta tímabil. Ökumenn frá Evrópu hafa stundum hikað við að keppa í Bandaríkjunum vegna sporöskubrautanna (e. Oval) sem keppt er á hluta tímabilsins í Indycar. Alonso stóð sig hins vegar vel þegar hann keppti í Indy 500 í fyrra. Hann var á meðal efstu manna áður en Honda-vélin í bíl hans gaf sig undir lok keppninnar. „Ég held að ég elski tilfinninguna í bílnum á hefðbundinni braut en ég elska hvernig maður keppir á sporöskjunum, hvernig maður tímasetur kjölsogið, umferðina og allur frammúraksturinn sem ég held að sé svolítið auðveldari á sporöskjunum þannig að ég elskaði hasarinn á brautinni í Indy 500,“ sagði Alonso.Hér fyrir neðan má sjá myndband og viðtal við Alonso sem Indycar birti eftir tilraunaaksturinn í gær.
Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45
Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20
Alonso prófar Indycar í næstu viku Yfirmaður McLaren hefur staðfest að Spánverjinn prófi núverandi útgáfu Indycar-bílsins í Alabama í næstu viku. 31. ágúst 2018 13:30