Advania kaupir Wise Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 13:58 Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Aðsend Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. Fram kemur í tilkynningu frá Advania að enn sé þó beðið eftir því að Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir kaupin. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi en fyrirtækinu er lýst sem stórtækum söluaðila á Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum. Wise hafi einnig sérhæft sig í lausnum fyrir sveitarfélög, sjávarútveg, fjármál og ýmiskonar sérfræðiþjónustu. Stjórnendur Advania vona að með kaupunum verði til „eining sem hefur alla burði til að keppa við alþjóðleg fyrirtæki á þessum markaði,“ enda starfi hjá Advania sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV - rétt eins og hjá Wise. Haft er eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania á Íslandi, í tilkynningunni að mikil tækifæri felist í þessari sameiningu. „Lausnaframboð Wise fellur mjög vel að lausnaframboði Advania og við getum nýtt þekkingu og stærð okkar til að þjónusta fleiri atvinnugreinar. Upplýsingatæknibransinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og með sameiningunni sjáum við fyrir okkur að geta stóreflt þjónustu við viðskiptavini, bæði hér á landi og erlendis. Við erum tilbúin í sókn á alþjóðamarkaði og sameiningin styrkir okkur svo um munar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi,“ segir Ægir. Í tilkynningunni tekur Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania, í sama streng. „Wise hefur náð glæsilegum árangri bæði hér heima og út fyrir landsteinana sem er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Við hlökkum til að fá þau til liðs við okkur. Eftir sameiningu verður Advania með um 200 starfsmenn sem sérhæfa sig í viðskipta- og framleiðnilausnum Microsoft og því með burði til að þróa áfram frábærar lausnir og veita fyrirmyndar þjónustu,“ segir Kristinn. Helstu vörutegundir Wise eru NAV í áskrift, Wise Analyzer greiningartól, sveitarfélagalausnir og aðrar viðskiptalausnir. Meðal þeirra er WiseFish, sérhönnuð lausn fyrir sjávarútveg. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. Fram kemur í tilkynningu frá Advania að enn sé þó beðið eftir því að Samkeppniseftirlitið leggi blessun sína yfir kaupin. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi en fyrirtækinu er lýst sem stórtækum söluaðila á Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum. Wise hafi einnig sérhæft sig í lausnum fyrir sveitarfélög, sjávarútveg, fjármál og ýmiskonar sérfræðiþjónustu. Stjórnendur Advania vona að með kaupunum verði til „eining sem hefur alla burði til að keppa við alþjóðleg fyrirtæki á þessum markaði,“ enda starfi hjá Advania sérfræðingar í Microsoft Dynamics NAV - rétt eins og hjá Wise. Haft er eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania á Íslandi, í tilkynningunni að mikil tækifæri felist í þessari sameiningu. „Lausnaframboð Wise fellur mjög vel að lausnaframboði Advania og við getum nýtt þekkingu og stærð okkar til að þjónusta fleiri atvinnugreinar. Upplýsingatæknibransinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og með sameiningunni sjáum við fyrir okkur að geta stóreflt þjónustu við viðskiptavini, bæði hér á landi og erlendis. Við erum tilbúin í sókn á alþjóðamarkaði og sameiningin styrkir okkur svo um munar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi,“ segir Ægir. Í tilkynningunni tekur Kristinn Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania, í sama streng. „Wise hefur náð glæsilegum árangri bæði hér heima og út fyrir landsteinana sem er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Við hlökkum til að fá þau til liðs við okkur. Eftir sameiningu verður Advania með um 200 starfsmenn sem sérhæfa sig í viðskipta- og framleiðnilausnum Microsoft og því með burði til að þróa áfram frábærar lausnir og veita fyrirmyndar þjónustu,“ segir Kristinn. Helstu vörutegundir Wise eru NAV í áskrift, Wise Analyzer greiningartól, sveitarfélagalausnir og aðrar viðskiptalausnir. Meðal þeirra er WiseFish, sérhönnuð lausn fyrir sjávarútveg.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira