Mannauðsstjóri Uber segir upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:52 Liane Hornsey er sögð hafa talað niður til starfsmanna sem voru af erlendum uppruna og hunsað kvartanir um kynþáttamismunun. UBEr Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. Mannauðstjórinn fráfarandi, Liane Hornsey, tilkynnti um uppsögn sína í tölvupósti til starfsmanna í gær. Innri rannsókn hjá Uber, sem ráðist var í eftir nafnlausa ábendingu, leiddi í ljós að Hornsey hafði markvisst hunsað tilkynningar um kynþáttamismunun sem henni hefðu borist á því einu og hálfa ári sem hún starfaði hjá fyrirtækinu. Hornsey hafði verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum þar sem hún þótti standa sig vel í að svara fyrir orðróma um ásakanirnar. Fyrirtækið hefur átt í vök að verjast á undanförnum árum vegna reglulegra frétta af hvers kyns mismunun sem afhjúpuð hefur verið hjá Uber. Uppsögn Horsney er sögð varpa enn frekara ljósi á þann vanda sem framkvæmdastjóri Uber, Dara Khosrowshahi, stendur frammi fyrir en hann hefur á síðustu misserum reynt að vinna bug á því „eitraða andrúmslofti“ sem bitnað hefur á starfseminni. Í fyrrnefndum tölvupósti þakkaði framkvæmdastjórinn Hornsey fyrir vel unnin störf og hrósaði henni fyrir dugnað. Ekkert er þó minnst á ástæðu uppsagnarinnar í póstinum en haft er eftir Hornsey að hún hafi lengi íhugað að segja upp. Hún hefur ekki viljað tjá sig um málið við erlenda miðla. Tengdar fréttir Uber fær aftur leyfi til að starfa í London Skilyrði verða hins vegar sett við áframhaldandi starfsemi farveitunnar í höfuðborg Bretlands. 26. júní 2018 21:46 Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Lögregla í Arizona telur að hægt hefði verið að komast hjá banaslysi ef ökumaður sjálfkeyrandi Uber-bíls hefði verið með hugann við aksturinn. 22. júní 2018 11:27 Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. Mannauðstjórinn fráfarandi, Liane Hornsey, tilkynnti um uppsögn sína í tölvupósti til starfsmanna í gær. Innri rannsókn hjá Uber, sem ráðist var í eftir nafnlausa ábendingu, leiddi í ljós að Hornsey hafði markvisst hunsað tilkynningar um kynþáttamismunun sem henni hefðu borist á því einu og hálfa ári sem hún starfaði hjá fyrirtækinu. Hornsey hafði verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum þar sem hún þótti standa sig vel í að svara fyrir orðróma um ásakanirnar. Fyrirtækið hefur átt í vök að verjast á undanförnum árum vegna reglulegra frétta af hvers kyns mismunun sem afhjúpuð hefur verið hjá Uber. Uppsögn Horsney er sögð varpa enn frekara ljósi á þann vanda sem framkvæmdastjóri Uber, Dara Khosrowshahi, stendur frammi fyrir en hann hefur á síðustu misserum reynt að vinna bug á því „eitraða andrúmslofti“ sem bitnað hefur á starfseminni. Í fyrrnefndum tölvupósti þakkaði framkvæmdastjórinn Hornsey fyrir vel unnin störf og hrósaði henni fyrir dugnað. Ekkert er þó minnst á ástæðu uppsagnarinnar í póstinum en haft er eftir Hornsey að hún hafi lengi íhugað að segja upp. Hún hefur ekki viljað tjá sig um málið við erlenda miðla.
Tengdar fréttir Uber fær aftur leyfi til að starfa í London Skilyrði verða hins vegar sett við áframhaldandi starfsemi farveitunnar í höfuðborg Bretlands. 26. júní 2018 21:46 Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Lögregla í Arizona telur að hægt hefði verið að komast hjá banaslysi ef ökumaður sjálfkeyrandi Uber-bíls hefði verið með hugann við aksturinn. 22. júní 2018 11:27 Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Uber fær aftur leyfi til að starfa í London Skilyrði verða hins vegar sett við áframhaldandi starfsemi farveitunnar í höfuðborg Bretlands. 26. júní 2018 21:46
Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Lögregla í Arizona telur að hægt hefði verið að komast hjá banaslysi ef ökumaður sjálfkeyrandi Uber-bíls hefði verið með hugann við aksturinn. 22. júní 2018 11:27
Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00