Leifar af fellibyl gætu hrellt landsmenn um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:59 Chris er annar fellibylurinn sem myndast á Atlantshafi í ár. Vísir/AP Veðurstofan varar ferðalanga við strekkingsvindi á landinu í dag, sérstaklega á heiðum norðvestantil og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er þó ráð fyrir því að vindur hafi að mestu gengið niður eftir hádegi í dag. Engu að síður ætti fólk að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Að öðru leyti er allt heldur hefðbundið í spákortum Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Það mun rigna víða um land en íbúar Austurlands ættu þó sennilega að haldast nokkuð þurrir. Þeir mega jafnframt búast við að allt að 20 stiga hita í dag. Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, að sögn veðurfræðings. Hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert en þó ætti að haldast þurrt. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.Hvað gerir Chris? Hvað sunnudagurinn ber í skauti sér er þó erfiðara að segja til um. „Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Norður-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina,“ segir veðurfræðingur. Hann bætir við að Chris muni þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi. Ef hann lætur á sér kræla verður fyrst og fremst um að ræða „hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi.“ Svo gæti auðvitað farið svo að Chris láti ekkert sjá sig. „Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á föstudag:Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands.Á sunnudag og mánudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á þriðjudag:Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Veðurstofan varar ferðalanga við strekkingsvindi á landinu í dag, sérstaklega á heiðum norðvestantil og á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er þó ráð fyrir því að vindur hafi að mestu gengið niður eftir hádegi í dag. Engu að síður ætti fólk að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er í hann og á það ekki síst við um léttari farartæki og tengivagna eins og til dæmis húsbíla og hjólhýsi. Að öðru leyti er allt heldur hefðbundið í spákortum Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Það mun rigna víða um land en íbúar Austurlands ættu þó sennilega að haldast nokkuð þurrir. Þeir mega jafnframt búast við að allt að 20 stiga hita í dag. Morgundagurinn verður síðan heilt yfir ágætur, að sögn veðurfræðings. Hæg vestanátt með skýjaþykkni um landið vestanvert en þó ætti að haldast þurrt. Léttskýjað fyrir austan og áfram hlýtt. Það er svo aftur bleyta í kortunum sunnan- og vestanlands á föstudag, en á laugardaginn virðist sem rignt geti duglega á flesta ef ekki alla landsmenn.Hvað gerir Chris? Hvað sunnudagurinn ber í skauti sér er þó erfiðara að segja til um. „Fellibylurinn Chris, sem staddur er nú vestur af Norður-Karólínu, ræður þar nokkru um og ruglar spár í ríminu, eins og fellibyljir vilja oft gera. Spárnar eru nú að gefa til kynna að leifar fellibylsins muni koma upp að strönd Íslands á sunnudaginn, en misjafnt er hvort að strandhöggið verði við suður- eða austurströndina,“ segir veðurfræðingur. Hann bætir við að Chris muni þó sennilega ekki gera mikið af sér hér á landi. Ef hann lætur á sér kræla verður fyrst og fremst um að ræða „hraustlegan skammt af rigningu með strekkingsvindi.“ Svo gæti auðvitað farið svo að Chris láti ekkert sjá sig. „Það myndi alltaf teljast til góðra frétta, ekki síst nú á þessum síðustu og verstu tímum, sé aftur horft á hlutina með augum íbúa sunnan- og vestanlands. Eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvað gerist,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu en víða bjartviðri austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.Á föstudag:Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en dregur úr úrkomu með deginum, einkum sunnan- og austanlands.Á sunnudag og mánudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli vætu um norðanvert landið en rofar víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á þriðjudag:Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira