Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson krafðist þess fyrir Landsrétti að Arnfríður Einarsdóttir viki sæti í máli skjólstæðings hans. Fréttablaðið/Eyþór „Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00
Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00