Innlent

Fjársjóðsleit lokið að sinni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rannsóknarskipið Seabed Worker.
Rannsóknarskipið Seabed Worker. Óskar P. Friðriksson
Umhverfisstofnun fékk í gær tilkynningu frá fjársjóðsleiðangrinum yfir flaki SS Minden um að hann væri að undirbúa sig til þess að yfirgefa framkvæmdasvæðið. Ekki hafi verið óskað eftir frekari tíma til framkvæmda.

Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir framkvæmdaraðilann hafa sagt að gildistími starfsleyfisins, sem rann út í gær, hefði verið framlengdur til 1. október. Því gæti hann óskað eftir að snúa aftur á svæðið.

Agnar segir að þá myndi þurfa að sækja um heimild til stofnunarinnar til að hefja aftur framkvæmd og stofnunin að taka afstöðu til þess. Að verkinu loknu þurfi síðan að skila skýrslu til stofnunarinnar.




Tengdar fréttir

Fleiri dýrgripir sagðir í Minden

Verðmæti sem sögð eru mun meira virði en innihald skáps sem bjarga á úr flaki flutningaskipsins SS Minden eru nú sögð vera um borð.

Aðstæður erfiðar yfir SS Minden

Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum.

Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí

Breska fyrirtækið Ad­vanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×