Íslenski boltinn

Kristján Guðmunds: Þreyttir á þessum skiptidílum

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. vísir/bára
ÍBV getur svo gott sem kvatt drauminn um Evrópusæti eftir 4-1 tap gegn KR í Vesturbænum í dag. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir KR.

„Við bara sýndum veikleikamerki í byrjun leiksins sem að KRingarnir gengu bara á lagið og tóku okkur bara í gegn,” hafði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, að segja um hvað fór úrskeiðis hjá sínum mönnum í dag.

KR fékk tvær vítaspyrnur á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Dómari leiksins var frá Wales, Rob Jenkins, kom og dæmdi þennan leik sem hluti af evrópsku skiptiverkefni sem KSÍ tekur þátt í. Kristján var ekkert sérlega sáttur með dómara leiksins.

„Já mun öðruvísi, við erum orðnir svolítið þreyttir á þessum skiptidílum það má alveg fara að sleppa þessu,” sagði Kristján aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir mun á dómaranum frá Wales og þeim Íslensku.

ÍBV er ekki alveg sloppið við fallið en er þó í mun vænlegri stöðu heldur en á síðasta ári. Næsti leikur er gegn Víkingi, er það lykillinn að því að tryggja sætið að taka sigur þar?



„Nei nei, það eru fjórir leikir eftir þannig að við höfum alveg markmið sem við förum alveg eftir og við þurfum bara fyrst og fremst að skoða okkur hver og einn hvernig við nálguðumst þennan leik í dag og sjá svona hvort við getum ekki unnið okkur tilbaka úr þessu,” sagði Kristján.

En gat hann tekið eitthvað jákvætt úr leiknum í dag?

„Erfiðar spurningar maður. Ekki eins og er, veðrið, það var fínt,” sagði Kristján Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×