Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves ásamt eiginkonu sinni, sjónvarpskonunni Julie Chen. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. Ronan Farrow, blaðamaðurinn sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, skrifar um ásakanirnar á hendur Moonves í dagblaðinu The New Yorker. Um er að ræða frásagnir sex kvenna en þær greina meðal annars frá því að Moonves hafi bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Leikkonan og handritshöfundurinn Illeana Douglas er ein hinna sex kvenna sem greina frá kynferðislegri áreitni Moonves.Vísir/getty Í yfirlýsingu frá CBS segir að ásakanir kvennanna verði rannsakaðar. Þá hyggst fyrirtækið taka á málinu „á viðeigandi hátt“. Moonves sendi sjálfur yfirlýsingu á The New Yorker sem Farrow birti með umfjöllun sinni. Í yfirlýsingunni segist Moonves alltaf hafa virt rétt kvenna til höfnunar. Hann viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær. Moonves er 68 ára, giftur sjónvarpskonunni Julie Chen og hefur löngum verið talinn einn af valdamestu mönnum í Hollywood. Hann hóf feril sinn sem leikari en söðlaði svo um og er til að mynda meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna Friends og ER. Hann tók við stjórnartaumunum hjá CBS fyrir um tíu árum síðan og hefur stýrt stöðinni á topp áhorfslista í Bandaríkjunum. Átta mánuðir eru nú síðan Charlie Rose, fréttamaður á CBS, var rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52 Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. Ronan Farrow, blaðamaðurinn sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, skrifar um ásakanirnar á hendur Moonves í dagblaðinu The New Yorker. Um er að ræða frásagnir sex kvenna en þær greina meðal annars frá því að Moonves hafi bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Leikkonan og handritshöfundurinn Illeana Douglas er ein hinna sex kvenna sem greina frá kynferðislegri áreitni Moonves.Vísir/getty Í yfirlýsingu frá CBS segir að ásakanir kvennanna verði rannsakaðar. Þá hyggst fyrirtækið taka á málinu „á viðeigandi hátt“. Moonves sendi sjálfur yfirlýsingu á The New Yorker sem Farrow birti með umfjöllun sinni. Í yfirlýsingunni segist Moonves alltaf hafa virt rétt kvenna til höfnunar. Hann viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær. Moonves er 68 ára, giftur sjónvarpskonunni Julie Chen og hefur löngum verið talinn einn af valdamestu mönnum í Hollywood. Hann hóf feril sinn sem leikari en söðlaði svo um og er til að mynda meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna Friends og ER. Hann tók við stjórnartaumunum hjá CBS fyrir um tíu árum síðan og hefur stýrt stöðinni á topp áhorfslista í Bandaríkjunum. Átta mánuðir eru nú síðan Charlie Rose, fréttamaður á CBS, var rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52 Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52
Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34