Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2018 20:00 Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mest um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir Gylfi Magnússon skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitiðætlar að samræma reglur um uppgjör lífeyrissjóða ef tilefni verður til. Langtíma ávöxtunartölur skyldulífeyrissjóða hafa verið til umfjöllunar á 20 ára, 25 og 30 ára tímabilum. Sjóðirnir reikna hins vegar ekki allir tölurnar eins út þannig að samanburður er ekki nákvæmur. Fjármálaeftirlitið setur reglur um þetta. Í svari þaðan segir. „Lífeyrissjóðir gera allir upp eftir sömu reglum, en það getur verið mismunandi hvort þeir meti skuldabréf sem þeir ætla að eiga þar til það er að fullu uppgreitt á kostnaðarverði eða gangvirði. Þetta hefur áhrif á stærðir við útreikning á ávöxtun og samanburð á sjóðum og því getur verið erfitt er að bera ávöxtunartölur saman.“ Þá kemur fram að: „ Telji Fjármálaeftirlitið tilefni til mun það taka til skoðunar hvort rétt sé að breyta núverandi reglum um ársreikninga lífeyrissjóða.“ Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða síðastliðinn 20 ár segir ákjósanlegt að samræma aðferðirnar svo hægt sé að bera saman tölurnar á óyggjandi hátt. Þá þurfi að draga betur fram hvaða árangri þeir hafi náð í eignastýringu, ávöxtun og hvaða áhættu þeir hafi tekið. Þá sé nauðsynlegt að auka gagnsæi varðandi ávöxtunartölur. „Fyrir einstaklinga er þetta sá þáttur sem ræður hvað mestu um lífskjör á eldri árum,“ segir hann. Bæði Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi hafa gert athugasemd við útreikning Gylfa um ávöxtun. Um það segir Gylfi: „Þær tölur sem ég fékk voru um margt svipaðar og FME fékk þannig að það kom mér ekki á óvart. En ef lífeyrissjóðirnir eru sjálfir með aðrar tölur þarf að setjast yfir það með opnum huga.“ Viðskipti Tengdar fréttir Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00 Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitiðætlar að samræma reglur um uppgjör lífeyrissjóða ef tilefni verður til. Langtíma ávöxtunartölur skyldulífeyrissjóða hafa verið til umfjöllunar á 20 ára, 25 og 30 ára tímabilum. Sjóðirnir reikna hins vegar ekki allir tölurnar eins út þannig að samanburður er ekki nákvæmur. Fjármálaeftirlitið setur reglur um þetta. Í svari þaðan segir. „Lífeyrissjóðir gera allir upp eftir sömu reglum, en það getur verið mismunandi hvort þeir meti skuldabréf sem þeir ætla að eiga þar til það er að fullu uppgreitt á kostnaðarverði eða gangvirði. Þetta hefur áhrif á stærðir við útreikning á ávöxtun og samanburð á sjóðum og því getur verið erfitt er að bera ávöxtunartölur saman.“ Þá kemur fram að: „ Telji Fjármálaeftirlitið tilefni til mun það taka til skoðunar hvort rétt sé að breyta núverandi reglum um ársreikninga lífeyrissjóða.“ Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða síðastliðinn 20 ár segir ákjósanlegt að samræma aðferðirnar svo hægt sé að bera saman tölurnar á óyggjandi hátt. Þá þurfi að draga betur fram hvaða árangri þeir hafi náð í eignastýringu, ávöxtun og hvaða áhættu þeir hafi tekið. Þá sé nauðsynlegt að auka gagnsæi varðandi ávöxtunartölur. „Fyrir einstaklinga er þetta sá þáttur sem ræður hvað mestu um lífskjör á eldri árum,“ segir hann. Bæði Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi hafa gert athugasemd við útreikning Gylfa um ávöxtun. Um það segir Gylfi: „Þær tölur sem ég fékk voru um margt svipaðar og FME fékk þannig að það kom mér ekki á óvart. En ef lífeyrissjóðirnir eru sjálfir með aðrar tölur þarf að setjast yfir það með opnum huga.“
Viðskipti Tengdar fréttir Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00 Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00
Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30