Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 16:00 Trump segist ekki hafa haft hugmynd um fundinn með Rússunum. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Tilgangur fundarins var aðstoða Trump í kosningabaráttunni en rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðandann, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sagt að forsetinn hafi vitað fyrirfram af fundinum. Trump fór síðan á Twitter í dag og þvertók fyrir að hafa vitað af fundinum. Þá sagði hann að honum virtist sem Cohen væri að reyna að búa til sögur til þess að koma sér út úr alls ótengdu vandamáli......I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary's lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2018 Spurði Trump síðan, innan sviga, hvort það tengdist kannski leigubílum en fjölmiðlar ytra hafa fjallað nokkuð um fjárfestingar Cohen á leigubílamarkaðnum í New York og hversu mikið hann hefur tapað á þeim vegna tilkomu fyrirtækja á borð við Uber. Á meðal þeirra sem sóttu Rússafundinn fræga voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og svo kosningastjórinn hans. Allir hafa þeir, auk Trump, ítrekað sagt að engar óþægilegar upplýsingar um Clinton hafi komið fram á fundinum. Rudy Giuliani, núverandi lögmaður Trump, lét Cohen líka heyra það vegna fréttanna um að Trump hafi vitað af Rússafundinum. „Hann hefur verið að ljúga alla vikuna, hann hefur verið að ljúga í mörg ár,“ sagði Giuliani. Það að hann hafi sagt að Cohen hafi verið að ljúga í mörg ár gæti komið sér illa fyrir Trump þar sem Cohen vann fyrir hann í nokkur ár. Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Tilgangur fundarins var aðstoða Trump í kosningabaráttunni en rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðandann, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sagt að forsetinn hafi vitað fyrirfram af fundinum. Trump fór síðan á Twitter í dag og þvertók fyrir að hafa vitað af fundinum. Þá sagði hann að honum virtist sem Cohen væri að reyna að búa til sögur til þess að koma sér út úr alls ótengdu vandamáli......I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary's lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2018 Spurði Trump síðan, innan sviga, hvort það tengdist kannski leigubílum en fjölmiðlar ytra hafa fjallað nokkuð um fjárfestingar Cohen á leigubílamarkaðnum í New York og hversu mikið hann hefur tapað á þeim vegna tilkomu fyrirtækja á borð við Uber. Á meðal þeirra sem sóttu Rússafundinn fræga voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og svo kosningastjórinn hans. Allir hafa þeir, auk Trump, ítrekað sagt að engar óþægilegar upplýsingar um Clinton hafi komið fram á fundinum. Rudy Giuliani, núverandi lögmaður Trump, lét Cohen líka heyra það vegna fréttanna um að Trump hafi vitað af Rússafundinum. „Hann hefur verið að ljúga alla vikuna, hann hefur verið að ljúga í mörg ár,“ sagði Giuliani. Það að hann hafi sagt að Cohen hafi verið að ljúga í mörg ár gæti komið sér illa fyrir Trump þar sem Cohen vann fyrir hann í nokkur ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26