Innlent

Fimm rafvagnar væntanlegir til landsins í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á síðasta ári festi Strætó kaup á 14 rafvögnum frá Yutong, kínverskum bílaframleiðanda.
Á síðasta ári festi Strætó kaup á 14 rafvögnum frá Yutong, kínverskum bílaframleiðanda. Strætó
Fimm nýir rafvagnar Strætó eru væntanlegir til landsins í dag og gert er ráð fyrir því þeir verði teknir í notkun um miðjan næsta mánuð.

Á síðasta ári festi Strætó kaup á 14 rafvögnum frá Yutong, kínverskum bílaframleiðanda. Fyrstu fjórir komu til landsins í mars á þessu ári og síðustu fimm vagnarnir koma síðan í vetur.

Hingað til hafa rafvagnarnir reynst afar vel að sögn Jóhannesar Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó.

„Þetta var stórt stökk fyrir okkur og að miklu að huga þegar við fengum fyrstu rafvagnana. Við komum upp nýjum hleðslustöðvum, það þurfti að þjálfa starfsfólkið okkar og síðan þurftum við að prófa bílana á mismunandi leiðum. Heilt yfir hefur þetta gengið afar vel og flestir virðast ánægðir með nýju og hljóðlátu vagnana okkar,“ segir Jóhannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×