Fáránlegt að mega ekki spila bingó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2018 18:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira