Ekkert nýmæli að kelfdar langreyðarkýr séu drepnar Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Hér liggur fóstrið á skurðarfletinum við hlið móður sinnar. Myndin var tekin síðdegis í gær. Hard to Port Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Sjávarútvegur Algengt er að langreyðarkýr sem skotnar eru hér við land á sumrin séu kelfdar og eigi nokkra mánuði eftir af meðgöngu. Dýraverndarsamband Íslands telur óeðlilegt að þessi háttur sé hafður á við hvalveiðar. Langreyðurin sem skorin var í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði í gær var kelfd. Það sýna myndir sem náðust af verkun kýrinnar. Þrjá menn þurfti til að draga fóstrið af hvalskurðarfletinum.Gísli Víkingsson.Gísli Arnór Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það algengt að kelfdar kýr séu skotnar af hvalveiðiskipum. „Það er nokkurs konar regla að langreyðarkýr eigi afkvæmi annað hvert ár. Kálfarnir eru að koma í heiminn um áramótin og kýrin er svo að venja kálfinn af spena um mitt árið,“ segir Gísli. „Það er bannað að skjóta kýr með kálf á spena hér við land og því nokkuð algengt að þær kýr sem eru orðnar kynþroska séu með fóstri.“ Veiði á langreyði hófst í júní og má veiða um 160 dýr. Bannað er að veiða kálfa sem og kýr með kálf á spena samkvæmt reglugerð. Dýraverndarsambandið leggst gegn veiðunum og hefur sagt þær óforsvaranlegar.Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands.„Það getur ekki verið eðlilegt að skjóta þungaðar kýr, það yrði til að mynda ekki leyft á hreindýraveiðum,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem hefur ályktað harðlega gegn þessum veiðum. „Fyrir það fyrsta eru hvalveiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, ekki verjandi í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna. Bendi ég á tregðu ráðherra til að birta skýrslu um lengd dauðastríðs hvala. Það er alvarlegt að það fáist ekki birt. Hér er um að ræða spendýr með heitt blóð og sýnt hefur verið að dýrin búi yfir greind og skyni eins og önnur spendýr. Það er ekki hægt að réttlæta þessar veiðar.“ Skýrslan sem Hallgerður vitnar til var gerð af norskum sérfræðingi um borð í hvalveiðiskipum Hvals hf. árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, sagði að niðurstöðum þeirrar rannsóknar yrði haldið leyndum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, á þingi árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Drógu kálfafulla langreyði í land Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn. 20. ágúst 2018 21:50