Eru leikskólar fyrsta skólastigið, eða staðir þar sem við viljum geyma börn? Nichole Leigh Mosty skrifar 25. mars 2018 20:55 Sumir hugsa um leikskóla einungis sem gæslu því fólk þarf að komast í vinnuna. Af hverju ekki að ráðast á manneklu með því að breyta almenna tryggingakerfinu? Út með krónur á móti krónuskerðingu og látum lífeyrisþega leysa vandann. Reyndar var spurningin, hvernig ætlið þið að fjölga leikskólakennurum? En það var ekkert svar við því. Ég vil taka það fram að mér finnst það falleg hugsun að koma saman kynslóðum, en hversu lengi og í hvaða hlutfalli er hægt að ráða eldri borgara í starfið? Er það raunhæft? Munu þessir öflugu lífeyrisþegar ná að mæta öllum þeim faglegu kröfum sem ekki eru uppfylltar í dag? Vita þau sem vilja selja þessa hugmynd hvað felst í því að starfa á leikskóla? Afsakið tilvonandi borgarfulltrúi en þú þarft að læra það að leikskólakennarar eru sérfræðingar í menntun og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Sorglegt, í það minnsta, að þurfa að útskýra það, sérstaklega núna þegar innan Menntamálastofnunarinnar er verið að fikra sig áfram með „Baby PISA.“ Já það er rétt, ég hef það staðfest frá forstjóranum sjálfum að verið sé að leggja vinnu í að skoða hvort við eigum að byrja að leggja PISA próf fyrir fimm ára börn í leikskólum hérlendis. Svo var það hinn ásinn, að tala um aðgerðir sem fjármögnun og framtíðarsýn. Aðgerðir í stuttu máli flottar, brýn nauðsyn, en ég tek undir með leikskólastjórum, of lítið og of seint. Framtíðarsýnin er falleg og réttmæt en það endurspeglar engan veginn lærdóminn sem hægt er að draga af síðastliðnum átta árum með málaflokkinn. Álag á stjórnendur og starfsfólk hefur aldrei verið meiri og til eru leikskólar þar sem einungis einn faglærður leikskólakennari er í stjórnendastöðu. En hey já, fjölgum deildum, byggjum fleiri skóla, tökum inn enn yngri börn og fáum ungt sumarstarfsfólk, sem gerir hvað þegar leikskólar eru lokaðir í fjórar vikur? Getur einhver í þessu bixi PLEASE verið talsmaður barna og fagstéttar sem er í áhættu við að deyja! Hvað erum við að bjóða börnum upp á? Hvað erum við að bjóða leikskólakennurum upp á? Eru leikskólar fyrsta skólastigið þar sem faglegt starf fer fram eða staðir þar sem við geymum börn og bjóðum ömmum og öfum að aðstoða við pössun? Já, þetta voru kaldhæðniskveðjur til stjórnmálamanna, alls ekki vanvirðing gagnvart eldri kynslóðinni. Ég var að tala við deildarstjóra um daginn sem hefur aldrei lesið Aðalnámskrá Leikskóla, hefur aldrei fengið handleiðslu eða leiðsögn um kennslufræði tengda leikskólastarfsemi. Er það ekki áhyggjuefni? Leikskólar eru farnir að kaupa utanaðkomandi fagþekkingu því hana skortir innan veggja skólanna. Einu sinni var hægt að leita til Skóla- og frístundasviðs en staðreyndin er sú að í dag eru heilir 8 starfsmenn sem sinna ráðgjöf, fræðslu og eftirliti leikskólamála hjá 64 leikskólum og 17 sjálfstætt starfandi leikskólum um borgina alla. Þegar ég var á Alþingi fékk ég skeyti frá leikskólastjóra sem bað mig um að beita því fyrir mig að breyta verndarlögum leikskólastéttarinnar svo að viðkomandi mætti ráða inn annað háskólamenntað fólk strax í staðinn fyrir að bíða eftir leikskólakennara sem er ekki til, því að einhver menntun er betri en engin. Við erum að tala um SKÓLA, gott fólk, og MENNTUN barnanna. Ég ætlaði að fara aftur að starfa í leikskóla eftir að ég datt af Alþingi. Ég leitaði til leikskólastjóra sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mér fannst sem ég myndi njóta þess að starfa hjá henni. Ég myndi nýta skjólið sem felst í því að vinna samhliða jafn skörpum fagmanni og hún er og að ég myndi finna þetta spark á ný. Þegar nær dró að taka starfinu kveið ég mikið fyrir. Ég kenndi sjálfri mér um. Sannleikurinn er sá að það var starfið sjálft, álagið, endalaus barátta og óvissan sem tengist starfinu sem þvældist fyrir mér. Ég skil núna að þegar ég fór frá starfinu var ég byrjuð að finna fyrir kulnun í starfi án þess að geta viðurkennt það. Það var og er mjög erfitt að viðurkenna því að þegar meðalaldur leikskólakennara er skoðaður er ég enn frekar ung, hef einungis starfað á þeim vettvangi í 17 ár. Ástríðan er ennþá til staðar og ég sakna þess mikið að vera leikskólakennari, en ekki í núverandi ástandi. Ég finn fyrir reiði að sjá pólitíkusa lofa kjósendum gull og silfur á kostnað faglegs starfs með yngstu kynslóðinni. Ég mun finna leið aftur inn í leikskólann og mun leggja mig alla fram eins og ég gerði í mörg ár. Ég get samt sagt það að það var stundum auðveldara að vera óvinsæll þingmaður sem var hótað og drullað yfir en að berjast fyrir fagstétt sem enginn pólitíkus eða ábyrgarðarembættismaður leggur metnað í að berjast fyrir af heilum hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sumir hugsa um leikskóla einungis sem gæslu því fólk þarf að komast í vinnuna. Af hverju ekki að ráðast á manneklu með því að breyta almenna tryggingakerfinu? Út með krónur á móti krónuskerðingu og látum lífeyrisþega leysa vandann. Reyndar var spurningin, hvernig ætlið þið að fjölga leikskólakennurum? En það var ekkert svar við því. Ég vil taka það fram að mér finnst það falleg hugsun að koma saman kynslóðum, en hversu lengi og í hvaða hlutfalli er hægt að ráða eldri borgara í starfið? Er það raunhæft? Munu þessir öflugu lífeyrisþegar ná að mæta öllum þeim faglegu kröfum sem ekki eru uppfylltar í dag? Vita þau sem vilja selja þessa hugmynd hvað felst í því að starfa á leikskóla? Afsakið tilvonandi borgarfulltrúi en þú þarft að læra það að leikskólakennarar eru sérfræðingar í menntun og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Sorglegt, í það minnsta, að þurfa að útskýra það, sérstaklega núna þegar innan Menntamálastofnunarinnar er verið að fikra sig áfram með „Baby PISA.“ Já það er rétt, ég hef það staðfest frá forstjóranum sjálfum að verið sé að leggja vinnu í að skoða hvort við eigum að byrja að leggja PISA próf fyrir fimm ára börn í leikskólum hérlendis. Svo var það hinn ásinn, að tala um aðgerðir sem fjármögnun og framtíðarsýn. Aðgerðir í stuttu máli flottar, brýn nauðsyn, en ég tek undir með leikskólastjórum, of lítið og of seint. Framtíðarsýnin er falleg og réttmæt en það endurspeglar engan veginn lærdóminn sem hægt er að draga af síðastliðnum átta árum með málaflokkinn. Álag á stjórnendur og starfsfólk hefur aldrei verið meiri og til eru leikskólar þar sem einungis einn faglærður leikskólakennari er í stjórnendastöðu. En hey já, fjölgum deildum, byggjum fleiri skóla, tökum inn enn yngri börn og fáum ungt sumarstarfsfólk, sem gerir hvað þegar leikskólar eru lokaðir í fjórar vikur? Getur einhver í þessu bixi PLEASE verið talsmaður barna og fagstéttar sem er í áhættu við að deyja! Hvað erum við að bjóða börnum upp á? Hvað erum við að bjóða leikskólakennurum upp á? Eru leikskólar fyrsta skólastigið þar sem faglegt starf fer fram eða staðir þar sem við geymum börn og bjóðum ömmum og öfum að aðstoða við pössun? Já, þetta voru kaldhæðniskveðjur til stjórnmálamanna, alls ekki vanvirðing gagnvart eldri kynslóðinni. Ég var að tala við deildarstjóra um daginn sem hefur aldrei lesið Aðalnámskrá Leikskóla, hefur aldrei fengið handleiðslu eða leiðsögn um kennslufræði tengda leikskólastarfsemi. Er það ekki áhyggjuefni? Leikskólar eru farnir að kaupa utanaðkomandi fagþekkingu því hana skortir innan veggja skólanna. Einu sinni var hægt að leita til Skóla- og frístundasviðs en staðreyndin er sú að í dag eru heilir 8 starfsmenn sem sinna ráðgjöf, fræðslu og eftirliti leikskólamála hjá 64 leikskólum og 17 sjálfstætt starfandi leikskólum um borgina alla. Þegar ég var á Alþingi fékk ég skeyti frá leikskólastjóra sem bað mig um að beita því fyrir mig að breyta verndarlögum leikskólastéttarinnar svo að viðkomandi mætti ráða inn annað háskólamenntað fólk strax í staðinn fyrir að bíða eftir leikskólakennara sem er ekki til, því að einhver menntun er betri en engin. Við erum að tala um SKÓLA, gott fólk, og MENNTUN barnanna. Ég ætlaði að fara aftur að starfa í leikskóla eftir að ég datt af Alþingi. Ég leitaði til leikskólastjóra sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mér fannst sem ég myndi njóta þess að starfa hjá henni. Ég myndi nýta skjólið sem felst í því að vinna samhliða jafn skörpum fagmanni og hún er og að ég myndi finna þetta spark á ný. Þegar nær dró að taka starfinu kveið ég mikið fyrir. Ég kenndi sjálfri mér um. Sannleikurinn er sá að það var starfið sjálft, álagið, endalaus barátta og óvissan sem tengist starfinu sem þvældist fyrir mér. Ég skil núna að þegar ég fór frá starfinu var ég byrjuð að finna fyrir kulnun í starfi án þess að geta viðurkennt það. Það var og er mjög erfitt að viðurkenna því að þegar meðalaldur leikskólakennara er skoðaður er ég enn frekar ung, hef einungis starfað á þeim vettvangi í 17 ár. Ástríðan er ennþá til staðar og ég sakna þess mikið að vera leikskólakennari, en ekki í núverandi ástandi. Ég finn fyrir reiði að sjá pólitíkusa lofa kjósendum gull og silfur á kostnað faglegs starfs með yngstu kynslóðinni. Ég mun finna leið aftur inn í leikskólann og mun leggja mig alla fram eins og ég gerði í mörg ár. Ég get samt sagt það að það var stundum auðveldara að vera óvinsæll þingmaður sem var hótað og drullað yfir en að berjast fyrir fagstétt sem enginn pólitíkus eða ábyrgarðarembættismaður leggur metnað í að berjast fyrir af heilum hug.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun