Erlent

Appelsínugulur snjór í Rússlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stjörnuathugunarstöð í Aþenu sagði á föstudaginn að sandstormurinn hefði hrifsað með sér mesta magn af sandi frá Sahara til Grikklands frá upphafi, svo vitað sé.
Stjörnuathugunarstöð í Aþenu sagði á föstudaginn að sandstormurinn hefði hrifsað með sér mesta magn af sandi frá Sahara til Grikklands frá upphafi, svo vitað sé.
„Við skíðum á plánetunni Mars í dag,“ sagði galvaskur útivistarmaður á Twittersíðunni sinni í dag eftir að hafa svifið niður skíðabrekkurnar í Sochi í Rússlandi um helgina.

Ástæðan fyrir því að skíðakappinn tekur svona til orða er sú að skíðabrekkurnar, sem vanalega eru fannhvítar, hafa fengið á sig appelsínugulan blæ vegna sandbyljar sem blæs frá Sahara eyðimörkinni.

Sandbylurinn fór í gegnum Grikkland og til Rússlands og var svo umfangsmikill að hann sást vel á myndum sem teknar voru á gervihnöttum NASA. CNN greinir frá.

Stjörnuathugunarstöð í Aþenu sagði á föstudaginn að sandstormurinn hefði hrifsað með sér mesta magn af sandi frá Sahara til Grikklands frá upphafi, svo vitað sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×